Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Jay Leno sækir um forræði yfir eiginkonu sinni vegna „heilabilunar og skapröskunar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jay Leno hefur sótt um að fá forræði yfir eiginkonu sinni, Mavis Elizabeth Leno, vegna þess að hún þjáist af heilabilun.

Samkvæmt dómskjölum sem ET hefur undir höndum, hefur spjallþáttagoðsögnin Jay Leno, lagt fram beiðni fyrir hæstarétt Los Angeles-sýslu, um að dómarinn við réttinn gefi honum forræði yfir eiginkonu sinni, svo að hann geti skipulagt lífeyrissjóð hennar og aðrar búsáætlanir. Í dómsskjölunum kemur fram að Leno „vilji stofna sjóð til að halda helmingshlut sínum og Mavis í samfélagseign þeirra, til að tryggja að Mavis hafi stýrðar eignir sem nægja til að sjá fyrir umönnun hennar,“ ef hann skyldi deyja á undan henni.

Í beiðninni segir „Mavis hefur smám saman verið að missa getu og skynjun á tíma og rúmi í nokkur ár“ og að „Jay sé fullkomlega fær um að halda áfram að styðja við líkamlegar og fjárhagslegar þarfir Mavis, eins og hann hefur gert í gegnum hjónabandið,“ en hennar „núverandi ástand gerir henni ófært að skipuleggja búsáætlunina.“ Í umsókninni kemur einnig fram að Mavis, 77 ára, hafi verið í meðferð vegna „heilabilunar og skapröskunar.“

Ekki er ljóst hvenær Mavis, sem gift hefur verið grínistanum í 43 ár, var greind með heilabilun en í læknaskýrslu frá því í nóvember, og er lögð fram fyrir hæstaréttinn, segir að Mavis hafi þjáðst af skertu minni, einbeitingaskorti og erfiðleikum með að nota skynsemina.

Ennfremur segir Leno í dómsskjölunum að sem forræðismaður Mavisar, geti hann haft umsjón með búinu, „sem mun sjá fyrir Mavis og bróður Mavis [sem er] eini lifandi erfingi hennar fyrir utan Jay.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -