Jeppi keyrði í hliðina á sjúkrabíl í Los Angeles í Kaliforníu á sunnudaginn var. Sjúkrabílinn var að flytja tvo sjúklinga á spítala þegar keyrt var á hann á gatnamótum en svo virðist vera sem bílstjóri jeppans hafi ekki heyrt í eða séð sjúkrabílinn keyra yfir gatnamótin. Eins og sést í myndbandinu virðist sjúkrabílinn hafa sloppið nokkuð vel meðan jeppinn gjöreyðilagðist. Sem betur fer komst bílstjóri jeppans út úr honum án aðstoðar. Samkvæmt lögreglunni í Los Angles voru tveir sjúklingar í sjúkrabílnum þegar áreksturinn átti sér stað og urðu þeir fyrir smávægilegum meiðslum. Þá leitaði bílstjóri jeppans einnig á sjúkrahús vegna meiðsla. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn og ekki liggur fyrir hvort einhver verði handtekin að svo stöddu.