Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Jimmy Carter er á lokametrunum: „Það er líklegra að ég missi afa áður en ég missi ömmu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans, Rosalynn, eru á „síðasta kafla“ lífs síns, samkvæmt barnabarni þeirra.

Tilkynnt var í febrúar að hinn 98 ára gamli Jimmy Carter, hefði ákveðið að þiggja heimahjúkrun á heimili sínu í Plains, Georgiu, eftir að hafa þurft ítrekað að heimsækja sjúkrahús vegna ýmissa meina.

„Hann er ennþá Jimmy Carter,“ sagði Josh Carter í viðtali við PEOPLE í gær. „Hann er bara þreyttur. Ég meina, hann er næstum því 99 ára gamall, en hann skilur fullkomlega [hversu margar árnaðarkveðjur hann hefur fengið] og hefur fundið fyrir kærleikanum.“

Þremur mánuðum eftir að tilkynnt var um heimahjúkrun forsetans fyrrverandi, var eiginkona hans, Roselynn Carter, greind með heilabilun.

„Hún veit enn hver við erum, svona oftast, að við séum fjölskylda,“ sagði Josh og bætti við að það hafi verið Roselynn sem ákvað að tilkynna um greininguna.

Bætti hann við að það væri „örugglega erfitt“ fyrir afa sinn að fylgjast með minni eiginkonu sinnar fjara út en „þau hafa upplifað allt sem hægt er að upplifa saman. Mér finnst það svo fallegt að þau séu enn saman.“

- Auglýsing -

„Amma er enn fær um að mynda nýjar minningar,“ bætti Josh við en hann segir að góður nætursvefn hjálpi gegn einkennunum.

Hjónin, sem eiga fjögur börn, 12 barnabörn og 13 barnabarnabörn, eru reglulega í fylgd fjölskyldumeðlims eða umönnunaraðila allan daginn.

Josh segir að amma sín og afi séu orðin hljóðari, sem geri það að verkum að aðrir fjölskyldumeðlimir þurfi að hafa ofan af fyrir hjónunum. „Amma og afi hafa alltaf verið skemmtikraftarnir í fjölskyldunni,“ sagði Josh. „En nú er það eiginlega í okkar verkahring að skemmta fólki. Þetta er öðruvísi, þetta eru öðruvísi tímar.“

- Auglýsing -

Carter-hjónin fögnuðu 77 ára brúðkaupsafmæli í síðasta mánuði og í síðustu viku fagnaði Rosalynn 96 ára afmæli sínu. Öll Carter-fjölskyldan undirbýr sig nú fyrir hvað sem koma skal í náinni framtíð.

„Það er líklegra að ég missi afa áður en ég missi ömmu,“ sagði Josh og hélt áfram: „Hann fær heimahjúkrun en hún ekki, og þetta er einföld stærðfræði. Það er greinilegt að við erum á lokakaflanum.“

Jimmy Carter er sá forseti Bandaríkjanna sem náð hefur hæsta aldrinum en hann var forseti eitt tímabil, frá 1976 til 1981, þegar Ronald Reagan tók við völdum.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -