Suður kóreska poppstjarnan Choi Sung-bong fannst látin í gær, aðeins 33 ára að aldri. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.
Lögreglan fann lík hans heima hjá honum í Yeoksam-dong umdæminu í Seúl, klukkan 21:41 í gær, samkvæmt The Korean Times.
Birti kveðjubréf á YouTube
Poppstjarnan sló í gegn í Korea´s Got Talent árið 2011 en síðar skrifaði hann undir plötusamning við Bon Bong Company. Fregnir af hinum sorglegu endalokum hans koma tveimur árum eftir að upp komst um svindl hans en hann þóttist glíma við alvarlegt krabbamein.
Choi grátbað milljónir aðdáenda hans um að styrkja hann fjárhagslega, svo hann gæti haft efni á að glíma við krabbameinið. Eftir að upp komst um svikin sendi popparinn frá sér afsökunarbeiðni tárvotur um augun þar sem hann lofaði að skila styrkjunum sem áhyggjufullir aðdáendur hans hafi verið svo ljúfir að gefa honum.
Daginn áður en hann tók sitt eigið líf, birti Choi texta skilaboð á YouTube rás sinni þar sem hann baðst afökunar á „heimskulegum mistökum“ fortíðarinnar.
Í hinum óhugnanlegu skilaboðum sagðist söngvarinn þurfa að „gjalda fyrir syndir sínar með lífi sínu.“ sagði hann ennfremur: „Ég biðst innilegrar afsökunar til allra sem þjáðst hafa vegna þessara heimskulega mistaka minna.“ Sagðist Choi hafa verið búinn að borga til baka alla styrkina sem hann fékk.
Aðstæðurnar á heimili Choi sem og skilaboðin á YouTube, urðu til þess að lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að um sjálfsvíg var að ræða.
Svindlið
Choi, sem kallaður var hinn kóreiski Paul Potts, hélt því fram að hann hefði verið greindur með alls þrjár tegundir krabba: Ristilkrabbamein, skjaldkirtilskrabbamein og krabbamein í blöðruhálskirtli.
Hneikslisbylgja reið svo yfir þegar í ljós kom að allt saman var lygi. Í upphafi neitaði Choi því alfarið að hafa logið til um krabbameinin og birti meðal annars niðurstöður lækna en svo kom á daginn að þær reyndust falsaðar.
Þá sætti hann einnig ásökunum og gagnrýni um að hafa sóað upphæðinni, einum milljarði, sem hann fékk í söfnuninni, í skemmtanakostnað.
Til voru sannanir fyrir öllum ásökunum á hendum honum og svo fór að lokum að söngvarinn baðst afstökunar á mistökum símum og viðurkenndi að hann hefði svikið fé af aðdáendum sínum. Hætti hann söngferlinum og hóf nýtt líf sem starfsmaður veitingastaðar.
Erfið æska
Eftir að Choi keppti í Korea´s Got Talent árið 2011, sló myndband af honum úr keppninni rækilega í gegn á YouTube en yfir 21 milljónir horfðu á það. K-pop stjörnur á borð við BoA og Jung-Hwa Um deildu því á sínum samfélagsmiðlum. Í myndbandinu segir Choi frá erfiðri æsku sinni en hann var skilinn eftir á munaðarleysingjaheimili þriggja ára gamall og strauk frá heimilinus fimm ára til að flýja barsmíðar þeirra. Næstu tíu árin vann hann við að selja jórturleður og orkudrykki en hann bjó á götunni. Þá var menntaskóli fyrsti skólinn sem hann sótti.
Choi sagði að „lífið væri fullkomnað“ eftir að Justin Bieber ós yfir hann hrósum á Facebook-síðu sinni: „Þetta er frábært. Aldrei að segja aldrei og gangi þessum drengi vel. Frábær saga.“
Fréttin er unnin upp úr frétt Mirror.
Hér má sjá myndbandið fræga:
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.