Þriðjudagur 22. október, 2024
3 C
Reykjavik

Kallar eftir tafarlausu vopnahléi í norðurhluta Gaza: „Dauðafnykur umlykur allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirmaður hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir palestínska flóttamenn (UNRWA), Philippe Lazzarini, hefur gefið út brýna beiðni um að gera hlé á átökum á norðurhluta Gaza til að leyfa mannúðaraðstoð að ná til óbreyttra borgara sem eru fastir þar.

Í færslu á X sagði Lazzarini að starfsmenn UNRWA greindu frá því að þeir gætu ekki fundið mat, vatn eða lyf á stríðshrjáða svæðinu.

„Dauðafnykur umlykur allt, þar sem lík eru skilin eftir liggjandi á vegum úti eða undir rústunum. Tilraunum til að sækja líkin eða veita mannúðaraðstoð er hafnað.“

Lazzarini biður um „tafarlaust vopnahlé, jafnvel þó ekki væri nema í nokkrar klukkustundir“, til að leyfa fjölskyldum að komast í öruggt skjól.

„Þetta er algjört lágmark til að bjarga lífi óbreyttra borgara sem hafa ekkert með þessi átök að gera,“ sagði hann.

Önnur þjóðernishreinsunarherferð

- Auglýsing -

Mohamad Elmasry hjá Doha Institute for Graduate Studies segir að nýjasta árás Ísraels á norðurhluta Gaza hafi verið „önnur þjóðernishreinsunarherferð“ sem hafi verið að þróast.

„Að sumu leyti minnir þetta mig á 1948,“ sagði Elmasry við Al Jazeera og vísaði til Nakba – þegar Palestínumenn voru reknir úr landi. „Og ég held að við séum að sjá aðra þjóðernishreinsun þróast fyrir augum okkar árið 2024,“ sagði Elmasry, fjölmiðlafræðiprófessor, við Al Jazeera.

Elmasry sagði að mikilvægt væri að taka eftir hugtakinu „Stór-Ísrael“, sem hann sagði vera með „djúpar rætur í stefnu Ísrael og í zíoniskri heimspeki“.

- Auglýsing -

„Það er þessi hugmynd, byggð á biblíutúlkunum að allt þetta land eigi að vera fyrir gyðinga og í því skyni er nauðsynlegt að flytja arababúa,“ bætti hann við.

Elmasry benti á að fyrstu vikurnar eftir 7. október hafi Ísraelar beitt sér fyrir því að Egyptaland og Evrópusambandið myndi fjarlægja Palestínumenn „út af Gaza“.

„Netanyahu leitaði til eins af nánustu aðstoðarmönnum sínum, Ron Dermer … á fyrstu vikum eftir stríðið til að búa til áætlun um að „þynna út íbúa Gaza“,“ sagði hann og vitnaði þar í orð Netanyahu.

Undanfarna daga og vikur hefur Ísraelsher stóraukið árásir sínar á norðurhluta Gaza en um helgina drápu þeir að minnsta kosti 87 manns í sprengjuárásum á heimili í bænum Beit Lahiya í Norður-Gaza.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -