Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kamilla drottning tekur sér pásu frá skyldum sínum: „Konungurinn er stoltur og ánægður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kamilla Bretlandsdrottning er að taka sér hlé eftir að hafa tekið að sér auknar konunglegar skyldur í kjölfar veikinga Karls III. Hin 76 ára eiginkona Karls III konungs hefur tekið að sér mun fleiri verkefni í kjölfar krabbameinsgreiningar konungsins.

The Times segir frá því að Kamilla hafi fríað dagatalið sitt fyrir þessa viku, svo hún geti notið tímans með Karli III og fjölskyldunni.

Búist er við því að Kamilla snúi aftur til sinna konunglegra skyldna næstkomandi mánudag, 11. mars, þar sem hún mun vera viðstödd árlega samveldisdagsþjónustu í Westminster Abbey, í stað eiginmanns síns. Vilhjálmur krónprins verður einnig viðstaddur, sem og Anna prinsessa, systir Karls III, ásamt Eðvarði prins, litla bróður konungs, og eiginkonu hans, Soffíu.

Frá því að Karl III var greindur með krabbamein í síðasta mánuði, hefur drottningin tekið að sér 13 opinber verkefni, þar á meðal leiddi hún minningarathöfn fyrir Konstantín Grikklandsforseta, eftir að Vilhjálmur krónprins þurfti frá að hverfa vegna „persónulegra mála.“

„Þrátt fyrir að hún hafi ekki búist við því að verða í þeirri stöðu að leiða fjölskylduna, er drottningin algerlega tilbúin að gera allt sem þarf að gera fyrir stofnunina,“ sagði konunglegur heimildarmaður við The Times. „Hún hefur verið hrifin af viðbrögðum almennings. Hún hefur fundið orkuforða sem jafnvel hún hélt að hún ætti ekki, og mat þeirra sem eru í höllinni hefur aukist mikið á henni, þegar hún hefur lagt sitt á vogaskálarnar.“

Karl III er sagður afar ánægður með eiginkonu sína og hvernig hún hefur staðið sig í fjarveru hans.

- Auglýsing -

„Hennar hátign er sterk, jákvæð og staðráðin í að halda áfram á meðan konungurinn er án opinberra starfa,“ hélt heimildarmaðurinn áfram. „Konungurinn er stoltur og ánægður með að sjá að sýningunni er haldið áfram af drottningunni og fjölskyldunni í heild sinni.

ET sagði frá þessu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -