Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Karl III er svekktur yfir hægum bata „Þarf virkilega að einblína á sjálfan sig“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl III Bretakonungur er svekktur yfir að geta ekki gert það sem hann langar að gera en hann er í miðri krabbameinsmeðferð.

Pétur Filippus, sonur Önnu prinsessu og elsta barnabarn Elísabetar Englandsdrottningar heitinnar, ræddi um andlega líðan frænda síns, konungsins í sjónvarpsviðtali við Sky News Australia. „Hann er hress,“ sagði Pétur og hélt áfram: „Ég held að á endanum sé hann gríðarlega svekktur. Hann er svekktur yfir því að geta ekki haldið áfram og gert allt sem hann vill geta gert. En hann er mjög raunsær. Hann skilur að nú er tímabil þar sem hann þarf virkilega að einblína á sjálfan sig.“

Hinn 46 ára gamli Pétur, sem er að heimsækja Ástralíu sem verndari góðgerðarsamtakanna ISPS Handa, sem styður fatlaða íþróttamenn, hélt áfram: „En á sama tíma er hann alltaf að þrýsta á starfsfólk sitt og alla og lækna og hjúkrunarfræðinga til að geta sagt, „Reyndar, get ég gert þetta, get ég gert það?“ Ég held að þau skilaboð sem hægt er að lesa úr þessu séu þau að hann er augljóslega mjög áhugasamur um að komast aftur í fyrra horf og hann er líklega svekktur yfir því að batinn taki aðeins lengri tíma en hann myndi líklega vilja.“

Sagt er frá málinu á eonline.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -