Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Karl III rýfur þögnina eftir krabbameinsgreininguna: „Góðar hugsanir hin mesta huggun og uppörvun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl III Bretakonungur tjáði sig í fyrsta sinn eftir að greint var frá að hann væri með krabbamein.

Þann 10. febrúar, fimm dögum eftir að Buckingham-höll tilkynnti að Karl III hafi greinst með krabbamein, skrifaði hinn 75 ára konungur persónulegt bréf til almúgans.

„Mig langar að koma á framfæri innilegasta þakklæti fyrir þau mörgu skilaboð um stuðning og góðar óskir sem ég hef fengið undanfarna daga,“ skrifaði konungurinn, eins og sést í færslu sem var deilt á Instagram-síðu konungsfjölskyldunnar. „Eins og allir þeir sem hafa orðið fyrir krabbameini vita eru slíkar góðar hugsanir hin mesta huggun og uppörvun.“

Konungurinn hélt áfram: „Það er ekki síður hughreystandi að heyra hvernig það að deila eigin greiningu minni hefur hjálpað til við að efla skilning almennings og varpa ljósi á starf allra þeirra samtaka sem styðja krabbameinssjúklinga og fjölskyldur þeirra um Bretland og víðar um heim. Ævilöng aðdáun mín fyrir óþreytandi umönnun þeirra og fjölskyldum þeirra um allan heim og hollusta, er þeim mun meiri vegna eigin persónulegu reynslu minnar.“

Undir bréfið skrifaði Bretakonungurinn „Karl R“ en R stendur fyrir Rex, sem er latneska orðið fyrir konungur.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -