Karl III Bretakonungur snuðaði bróður sinn, Andrés prins með því að bæta hinum systkinum sínum í ráðgjafahóp sinn en sleppa Andrési.
Tveir af þremur er ekki slæmt
Hinn breski fréttamiðill Mirror segir að Andrés prins hafi færst neðar í hinni konunglegu goggunarröð þegar bróðir hans, Karl III réði systkini þeirra, Önnu prinsessu og Eðvarð Prins, jarl af Wessex sem ráðgjafa við hirð sína. Það þýðir að þau gætu þurft að leysa konunginn af við skyldustörf. Og með þessu útilokaði Karl III Andrés bróður sinn frá slíkum skyldum.
Sagðist hinn nýji konungur vera „afar hlynntur því“ ef ráðgjöfunum yrði fjölgað til að koma systkinum sínum að borðinu. Þá ku Harrý prins aukreitis halda sæti sínu sem ráðgjafi, þrátt fyrir fregnir af mögulegri andstæðu þess.
Í yfirlýsingu Karls III skrifaði konungurinn: „Til að tryggja áframhaldandi skilvirkni opinberra starfa, þegar ég er upptekinn, svo sem á meðan ég er að gegna opinberum störfum erlendis, staðfesti ég að ég væri afar hlynntur því ef þingið teldi það henta þeim ef fjöldi fólks sem gæti verið kallaður til starfa sem ráðgjafar ríkisins, samkvæmt skilmálum Regency Acts 1937 og 1963, sé fjölgað þannig að bæta megi systur minni og bróður, konunglegu prinsessuna og jarlinn af Wessex og Forfar. Bæði hafa þau áður tekið að sér þetta hlutverk.“
Eftir að yfirlýsing Karls III var lesin upp á þinginu kváðu við „Heyr, heyr“ frá bekkjum salarins Talið er að breytingin verði gengin í garð fyrir árslok en búist er við að konungurinn og drottning hans muni fara utan til skyldustarfa á nýju ári, sem gæti gerst á sama tíma og prinsinn og prinsessan af Wales verða utanlands.
Þetta útspil Karls III er talið grafa undan vonir Andrésar prins um að geta aftur snúið aftur í sviðsljósið eftir að hafa verið í skugganum undanfarin ár eftir ásakanir um barnaníð. Andrés hafði áður þjónað sem ráðgjafi ríkisins ásamt Bertu Dís prinsessu, Vilhjálmi prins og Harrý prins.
Andrés prins lét af konunglegum skyldum sínum og var strípaður af hernaðartengingum sem og verndarastöðu sinni, af móður sinni, Elísabetu Englandsdrottninu í kjölfar kynlífshneykslis fyrr á árinu.
Hinn smánaði prins
Var prinsins þar sakaður um barnaníð en sú sem sakaði hann var Virginia Giuffre sem sagði Andrés hafa brotið kynferðislega á henni þegar hún var aðeins 17 ára í gegnum hinn alræmda barnaníðing, Jeffrey Epstein sem framið var sjálfsmorð á í fangelsi árið 2019. Prinsinn og Epstein voru nánir vinir um árabil. Neitaði Andrés öllum sakagiftum en skrifaði að lokum undir sáttarsamning án þess að játa sekt sína.
Síðan þá hefur Andrés sveimað í kringum konungsfjölskylduna og komið stuttlega fram opinberlega, til dæmis er hann gekk með móður sinni í minningarathöfn um föður hans, Filippus prins.
Hinn smánaði hertogi er sagðu hafa sagt að hann hafi „alltaf trúað því að það sé leið fyrir hann til að snúa aftur“ til sinna fyrra starfa og talið sig enn geta gert konungsfjölskyldunni gagn þrátt fyrir tengsl hans við hinn dæmda barnaníðing Epstein og þær ásakanir um kynferðisbrot gegn honum.
En á morgunfundi rétt fyrir andlát drottningarinnar er Karl III sagður hafa komið Andrési leiðinlega á óvart með því að tilkynna honum að prinsinn myndi aldrei aftur snúa til opinberra starfa.
Þegar Karl III tók við krúnunni voru þrír af fimm ráðgjöfum hans óstarfandi, þar af einn vegna ásakana um kynferðisbrot. Af þeim sökum er talið að konungurinn hyggist breyta lögunum á þann veg að aðeins vinnandi meðlimir konungsfjölskyldunnar geti verið ráðgjafar hirðarinnar.