Sunnudagur 5. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Karlmaður öskraði á Karl III: „Skattgreiðendur greiða 100 milljónir punda fyrir þig. Og til hvers?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki voru allir glaðir með skrúðgöngu til heiðurs Karli III Bretlandskonungs í Wales í gær.

Karl gekk að kastala í Cardiff og höfðu íbúar raðað sér við veginn til að taka í höndina á hinum nýja konungi og bjóða hann velkominn. Einn maður í hópnum var ekkert sérstaklega ánægður með heimsóknina og þann kostnað sem hún hafði í för með sér sem fellur á skattgreiðendur á meðan síhækkandi orkuverð sligar almúgann. Hann kallaði til Karls III:

„Á meðan við erum í erfiðleikum með að hita heimili okkar verðum við að borga fyrir skrúðgönguna þína. Skattgreiðendur greiða 100 milljónir punda fyrir þig. Og til hvers?“

Í myndbandi sem náðist af þessu heyrist Karl III svara áður en hann gengur í burtu: „Einmitt (e. sure)“

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -