Ekki voru allir glaðir með skrúðgöngu til heiðurs Karli III Bretlandskonungs í Wales í gær.
Karl gekk að kastala í Cardiff og höfðu íbúar raðað sér við veginn til að taka í höndina á hinum nýja konungi og bjóða hann velkominn. Einn maður í hópnum var ekkert sérstaklega ánægður með heimsóknina og þann kostnað sem hún hafði í för með sér sem fellur á skattgreiðendur á meðan síhækkandi orkuverð sligar almúgann. Hann kallaði til Karls III:
„Á meðan við erum í erfiðleikum með að hita heimili okkar verðum við að borga fyrir skrúðgönguna þína. Skattgreiðendur greiða 100 milljónir punda fyrir þig. Og til hvers?“
Í myndbandi sem náðist af þessu heyrist Karl III svara áður en hann gengur í burtu: „Einmitt (e. sure)“
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið:
„While we struggle to heat our homes, we have to pay for your parade…“
Charles confronted by a member of the public about the cost of living crisis pic.twitter.com/yl19KjTBKc
— Lowkey (@Lowkey0nline) September 16, 2022