Laugardagur 18. janúar, 2025
1.5 C
Reykjavik

Kayla hvarf níu ára gömul en fannst á lífi sex árum síðar: „Við erum himinlifandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leyndardómurinn yfir hvarfi Kaylu Unbehaun hefur verið upplýstur. Fjallað var um hvarf hennar í Netflix þáttaröðinni Unsolved Mysteries í fyrra.

Nærri sex árum eftir að grunur lék á að Heather Unbehaun hefði rænt dóttur sinni, Kaylu, sem þá var níu ára, hefur hún fundist á lífi, hundruðum kílómetrum frá heimabæ hennar í Illinois. E News! segir frá því að þann 13. maí hafði búðareigandi í Asheville í Norður-Karólínuríki, samband við yfirvöld eftir að hafa kannast við týndu stúlkuna og móðurina, Heather.

Hinni 15 ára Kaylu var komið í skjól og móður hennar, fertug, var handtekin eftir að rannsakendur gátu staðfest hverjar þær væru.

„Við erum himinlifandi að tilkynna að stúlka er í góðu ásigkomulagi og hress eftir að hafa verið sameinuð fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningu Suður-Elgin lögreglunnar í gær. Að auki var öðrum löggæslustofnunum sem og borgunum þvert yfir landið, þakkað fyrir sinn þátt. Fjallað var um hvarfið í nóvember þætti Unsolved Mysteries sem sýndur var á Netflix.

Tilkynning um hvarf Kaylu barst fimmta júlí árið 2017 en þá hafði hin níu ára stúlka og móðir hennar ekki mætt í dómkvödd forræðisskipti í Wheaton Illinois, samkvæmt föður hennar Ryan Iskerka.

Framseljanleg handtökuskipun á landsvísu var send út á hendur Heather fyrir barnsrán þann 28. júlí 2017, eftir að Kayla var sett í gagnagrunn yfir týndar manneskjur.

- Auglýsing -

Konan sem tilkynnti yfirvöldum að hún hefði séð mæðgurnar, sagði lögreglunni að hún hefði þekkt Heather frá „fjölmiðli“ að sögn talsmanni lögreglunnar í Asheville, Samantha Booth en átti hún sjálfsagt við Óráðnar gátur (e. Unsolved Mysteries).

Faðirinn Ryan segist „ofboðslega ánægður“ með að hafa endurheimt dóttur sína. „Ég vil þakka Suður-Elgin lögregludeildinni, National Center for Missing & Exploited Children og allar löggæslustofnunum sem aðstoðuðu í málinu. Ég vil líka þakka öllum sem eru í Bring Kayla Home-Facebook-hópnum, sem hjálpuðu að halda sögu hennar á lífi og fyrir að hjálpa til við að dreifa vitund. Við biðjum um næði á meðan við erum að kynnast aftur og hefja þessa nýju byrjun.“

Heather hefur verið sleppt úr fangelsi Buncombe-sýslu í Norður Karólínu gegn tryggingu, samkvæmt lögreglunni. Hefur hún verið boðuð í réttarsal þann 11. júlí. Óvíst er hvort búið sé að skaffa Heather verjanda.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -