Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Keir Starmer næsti forsætisráðherra Bretlands eftir stórsigur: „Mér líður vel með þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bretar gengu til þingkosninga í Bretlandi í gær og sigraði Verkmannaflokkurinn nokkuð örugglega og verður Keir Starmer næsti forsætisráðherra Bretlands. Verkamannaflokkurinn bætti við sig 210 þingsætum og náðu í heildina 410 þingsætum. Íhaldsflokkurinn sem hafði verið völd undanfarin 14 ára missti 248 þingsæti og náði aðeins 119 sætum.

„Okkur tókst það! Þið háðuð kosningabaráttu og börðust fyrir þessum sigri. Þið kusuð hann og nú er hann kominn. Umbreytingarnar hefjast núna. Og mér líður vel með þetta, ég verð að vera hreinskilinn. Fjögurra og hálfs árs vinna við að breyta flokknum, þetta er uppskera þeirrar vinnu. Breyttur Verkamannaflokkur sem er reiðubúinn að þjóna landinu okkar,“ sagði Keir Starmer í tilefni sigursins við stuðningsmenn sína.

Nokkrir smærri flokkar Bretlands bættu einnig við sig þingsætum og fengu Frjálslyndir Demókratar 71 sæti og bættu því við sig 63 sætum og Reform flokkurinn náði fjórum mönnum inn en sá flokkur hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir kynþáttahatur og fordóma gegn ýmsum minnihlutahópum í Bretlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -