Miðvikudagur 1. janúar, 2025
-10.2 C
Reykjavik

Kelly Rowland er brjáluð út í Sesame Street: „Ég veit að ég persónulega hefði kveikt í staðnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söng- og fjölmiðlakonan Kelly Rowland er brjáluð út í Sesame Street eftir að myndband sem virtist sýna fordóma starfsmanns skemmtigarðs Sesame Street í garð tveggja stúlkna en þær eru dökkar á hörund.

Samkvæmt frétt Entertainment Tonight var myndband sett á samfélagsmiðla um síðastliðna helgi þar sem starfsmaður Sesame Place Philadelphia, í gervi persónunnar Rosita, sést hunsa tvær stúlkur sem voru dökkar á hörund, þar sem þær standa og biðja um fimmu og knús. Starfsmaðurinn hafði rétt áður gefið hvítum gestum fimmu.

Margir sögðu að um misskilning væri að ræða en þá birtust fleiri myndbönd sem sýndu svipaða hegðun starfsmanna skemmtigarðsins gagnvart svörtum börnum.

„Ég er enn í uppnámi,“ sagði Rowland í viðtali við Kevin Frazier hjá ET í gær. Þar talaði hún um það hvað Sesame Street spilaði stóra rullu í uppeldi hennar sem barn en gagnrýndi harkalega afsökunarbeiðni skemmtigarðsins.

„Ég var brjáluð,“ sagði Rowland ennfremur og bætti við: „Og ég veit að ég persónulega hefði kveikt í staðnum. Ég hef sagt það áður og ég meinti það algjörlega.“

Skemmtigarðurinn Sesame Place sendi frá sér formlega afsökunarbeiðni þar sem talað var um að málið væri byggt á misskilningi og að fjölskyldunni hafi verið boðið aftur í garðinn. Því neitar móðir stúlknanna, Leslie Mac.

- Auglýsing -

„ÞAU HAFA EKKI BOÐIÐ BÖRNUNUM AFTUR Í NEITT. Fjölskyldan hefur aðeins heyrt af þessu boði í þessar yfirlýsingu og Sesamy Place er hætt að svara tölvupóstum okkar. Öll yfirlýsingin er lygi.“

Rowland var ekki par hrifin af afsökunarbeiðninni.

„Ertu búin að sjá þessa fáránlegu afsökunarbeiðni?“ spurði hún Frazier og hélt áfram: „Ég ólst upp við að læra af og elska Sesame Street og Sesame Place og að sjá þetta, ég vissi ekki á hvaða stað ég var að horfa á. Þau létu tvær fallegar, litlar stelpur líða eins og þær væru bara ekki þarna. Ég var ekki að reyna að gefa þessu of mikinn gaum, alls ekki en þessar litlu stúlkur eiga skilið afsökunarbeiðni.“

- Auglýsing -

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -