Þriðjudagur 24. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Kennari varð óléttur eftir nemanda sinn: „Hélt fyrst að hún væri að grínast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kennslukona varð ólétt eftir að hafa sofið hjá táningsdreng á meðan hún var laus gegn tryggingu fyrir meint kynlíf með nemanda, samkvæmt gögnum úr dómstóli í Bretlandi.

Rebecca Joynes, 30, er sökuð um að hafa í sex skipti stundað kynferðislegt athæfi með barni, þar af tvö á meðan hún gengdi trúnaðarstöðu. Er hún nú fyrir rétti hjá Manchester Crown Court.

Kennarinn forsmáði mætti í réttinn með foreldrum sínum.

Sagt er að Joynes hafi grúmað (e. groomed) fyrsta meinta fórnarlamb sitt, dreng A, með því að kaupa handa honum 345 punda Gucci belti – áður en hún fór með hann í þáverandi íbúð sína í Salford, á Stór-Manchester-svæðinu, þar sem þau eru sögð hafa stundað kynlíf tvisvar sinnum.

Henni var vikið úr skóla sínum í kjölfar rannsóknar lögreglunnar á atvikinu – og síðar sagði hún lögreglu að ekkert kynferðislegt athæfi hefði átt sér stað. Hún var látin laus gegn tryggingu með því skilyrði að hún hefði ekki samband eftirlitslaust við neinn yngri en 18 ára.

Drengur A mætti í réttinn og svaraði spurningum lögmanns Joynes í hljóðritaðri yfirheyrslu. Saksóknarinn Joe Allman, upplýsti svo kviðdómendur á mánudag að Joynes væri að sofa hjá öðrum nemanda.

„Málinu var síðan frestað til að bíða eftir réttarhöldunum en það kom í ljós að fröken Joynes hafði verið í nokkuð langvarandi kynferðislegu sambandi við annan af 15 ára nemendum sínum,“ sagði Allman.

- Auglýsing -

„Drengur B kom með sína eigin frásögn. Hann sagði að fröken Joynes væri kennari hans, að þau hafi verið í sambandi á meðan hún var í starfsleyfi og að hann hafi farið í íbúð hennar þegar hann var 15 ára.“

„Þau kysstust og þegar að hann varð 16 ára stofnuðu þau til fulls kynferðissambands þar sem hún varð ólétt, sem var mikið áfall fyrir drenginn vegna þess að hún hafði sagt honum að hún gæti ekki orðið ólétt vegna þess að hún væri með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni.

„Alveg ótrúlegt og satt best að segja algjörlega blygðunarlaust, var þetta allt að gerast á meðan fröken Joynes var laus gegn tryggingu fyrir þessum dómstóli. Auðvitað getur hún ekki neitað því kynferðislegu sambandi því hún varð ólétt af barni (Dreng B) og hún eignaðist það barn.“

- Auglýsing -

„Að þessu sinni heldur hún því fram að kynlífssambandið hafi ekki byrjað fyrr en hann var eldri en 16 ára og henni hefði loksins verið vísað úr skólanum.

Drengur A sagði lögreglunni að Joynes hefði gefið honum 10 af 11 tölustöfum símanúmersins hennar og „skorað á hann“ að giska á tölustafinn sem eftir var, sagði Allman fyrir rétti. Hún hélt áfram að stinga upp á að hann yrði áfram í íbúðinni hennar, sagði drengur A, sem „hélt fyrst að hún væri að grínast“, var sagt fyrir dómi.

Joynes sótti hann nálægt heimili sínu á hvítum Audi hennar, sagði Allman. Saksóknarinn sagði: „Hún keyrði hann síðan aftur til Manchester og fór með hann á Trafford Center þar sem þau fóru í Gucci-búðina í Selfridges og hún sagði honum að hann gæti valið belti.“

Þau komu snemma kvölds í íbúð hennar við Salford Quays þar sem þau settust í sófann og fóru síðan í svefnherbergið þar sem þau afklæddust og stunduðu kynlíf, að sögn dómsins.

Sakborningurinn sagði dreng A nokkrum sinnum að það væri „ eins gott að enginn kæmist að þessu“, samkvæmt yfirlýsingu sem hann gaf síðar til lögreglu, var kviðdóminum upplýst um. Þau tvö stundaði síðar kynlíf aftur, sagði hann, og á þessum tímapunkti var hann „frekar ringlaður“ og sagði tveimur vinum á Snapchat frá því sem hafði átt sér stað, kom fram í réttinum.

Allman sagði að „orðrómur hafi byrjað að berast“ um helgina eftir að annar eða báðir vinirnir „nokkuð fyrirsjáanlega“ sögðu öðrum frá því. Nafnlaus ábending til Childline-hjálparlínunnar fylgdi einnig í kjölfarið þegar lögreglan heimsótti skólann í vikunni á eftir, að því er fram kom við réttarhöldin.

Bæði áttu samskipti í gegnum Snapchat og skilaboðin voru að mestu óafturkræf, en eitt var endurheimt frá Joynes sem innihélt hjarta og þrjá kossa, sagði saksóknari.

Fram kom í réttinum að drengur B hefði sagt lögreglu að hann væri meðvitaður um að Joynes hafi verið vikið úr starfi þegar hann hitti hana í íbúð hennar og þau kysstust, þegar hann var 15 ára.

Joynes var einnig sögð hafa sent honum mynd af rassinum hennar íklædd eingöngu nærbuxum. Drengur B sagði að Joynes hafi síðar upplýst hann um að hún væri ólétt eftir hann og að hún hafi sýnt honum Victoria’s Secret skafkort með kynferðislegum fantasíum til að uppfylla, að því er fram kom í dómnum.

Unglingurinn sagði að Joynes hefði dreift rósablöðum í íbúðinni fyrir „stefnumótakvöldið“, pantað matarsendingu frá Pizza Express og skilið eftir „slóð óvæntra gjafa“ þar sem sú síðasta var ungbarnasamfestingur sem á stóð „Ég elska pabba minn“.

Drengurinn B sagði fyrir dóminum að Joynes væri „mjög öfundsjúk og stjórnsöm gagnvart honum“. Joynes neitar að hafa stundað kynlíf tvisvar sinnum með dreng A og tvisvar sinnum með dreng B á meðan hún gengdi trúnaðarstöðu gagnvart drengjunum.

Réttarhöldin halda áfram á morgun.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -