Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Keppandi Extreme Weight Loss látinn: „Þetta gæti verið í síðasta sinn sem ég vakna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brandi Mallory, sem sló í gegn í raunveruleikaþáttunum Exreme Weight Loss, er látin aðeins fertug að aldri.

Eonline segir frá því að fyrrum raunveruleikastjarnan hafi látist þann 9. nóvember í Stone Mountain í Georgíuríki en minningarathöfnin verður haldin þann 19. nóvember.

Brandi, sem starfaði sem förðunarfræðingur, keppti í Extreme Weight Loss árið 2014 en þar náði hún af sér heilum 68 kílóum. Fjórum árum síðar sagði hún frá því hvað það var sem fékk hana til að taka þátt í fjórðu seríu þáttanna. „Ég var bókstaflega að vakna á hverjum degi hugsandi: „Þetta gæti verið í síðasta sinn sem ég vakna. Ég veit ekki hvað mun koma fyrir mig“,“ sagði hún í viðtali hjá Kirby Carroll. „Þegar þú ert farinn að hugsa stanslaust um það að þú þurfir að gera eitthvað varðandi þyngdina, því ég óttaðist að deyja, þá gætir þú þurft að huga að einhverju slíku.“

Rifjaði Brandi einnig upp þegar hún sótti um í The Biggest Loser raunveruleikaþættinum en var ekki valin. Framleiðendur þáttanna bendu henni á Extreme Weight Loss. „Öll skref síðan hafa bókstaflega verið Guð. Ég til Guðs þegar ég var að fylla út umsóknina og sendi hana inn. Ég bað hvert skerf á leiðinni.“

Frá því að Brandi tók þátt í þættinum, hefur hún haldið sig við en hún var dugleg að birta myndskeið á samfélagsmiðlana þar sem hún sást rífa í lóð.

Í kjölfar andlátsins minntist Kim Williams Maxile, keppandi í fimmtu seríu Extreme Weight Loss, vinkonu sinnar með fallegri færslu á samfélagsmiðlum. „Hvíldu í ást, systa. Til Extreme Weight Loss-félaga míns, þín verður saknað. Ég mun aldrei gleyma þegar ég var í æfingabúðum fyrir fimmtu seríu þar sem við horfum á seríuna þína og það fékk okkur til að halda áfram. Þú hafðir klárlega áhrif á þennan heim með eldmóði þínum og ástríðu þinni fyrir jákvæðri líkamsvitund. Ég er blessuð að hafa fengið að upplifa þig í þessum heimi. Elska þig svo mikið, systa.“

- Auglýsing -

Dánarorsök hafa ekki verið opinberuð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -