Dýravinurinn Luis Ricardo Coronel lenti heldur betur í ömurlegu atviki fyrir stuttu síðan en hann var á keyra vegi PY04 í Paragvæ þegar hann kom auga á eðlum á miðjum veginum. Coronel ákvað að stöðva bifreið sína og bjarga eðlunni af veginum. Þegar hann tekur hana upp snýr hann baki í umferðina og keyrir bíllinn á Coronel á mjög miklum hraða og kastast hann og eðlan upp í loft. Greint var frá því í fjölmiðlum að bílstjórinn héti Mirtha Delgado og að bifreiðin hafi verið blá Toyota. Coronel slasaðist mjög illa og fara fluttur upp á sjúkrahús í Asunción en ekki liggja fyrir meira upplýsingar líðan hans að svo stödd. Þá hefur ekki verið gefin út ákæra í málinu. Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.