Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Kína slær Bandaríkin utanundir: Takmarkanir munu auka á spennu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kína hyggst takmarka útflutning á tveimur málmtegundum sem notaðar eru í hátækniiðnaði og hergagnaframleiðslu frá 1. ágúst. Viðstkiptaráðherra Kína segir að gjörningurinn sé til að tryggja þjóðaröryggi en rýnar telja þetta andsvar Kína við tilraunum Bandaríkjamanna til að hamla tækniþróun þar í landi.

Málmarnir sem um ræðir eru galíum og germaníum en þeir eru m.a. notaðir í hálfleiðara. Þó útflutningstakmörkunum sé ekki beint á ákveðnu landi geta Kínverjar hafnað ákveðnum svæðum um útflutning.

Viðskiptatakmarkanirnar koma í kjölfar vangavelta Bandaríkjamanna um að takmarka sölu gervigreindarflaga til Kína með því að setja hámark á vinnslugetu þeirra.

Líklegt er talið að þetta muni auka á spennu milli Kína og Bandaríkjanna.

Reuters greinir frá þessu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -