Föstudagur 8. nóvember, 2024
8.8 C
Reykjavik

Kínverjar ritskoða ljósmynd af íþróttakonum í faðmlögum – Minnir of mikið á fjöldamorðið 1989

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmynd af tveimur kínverskum íþróttakonum, þar sem óviljandi tilvísun í fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar árið 1989, hefur verið ritskoðað á kínverskum samfélagsmiðli.

Konurnar tvær, Lin Yuwei og Wu Yanni höfðu nýklárað 100 metra grindarhlaup í Asíuleikunum er myndin var tekin. Lin vann hlaupið en þær faðmast á myndinni en ekki var það faðmlagið sem yfirvöldum í Kína þótti óviðeigandi heldur númerin á stuttbuxum þeirra. Á stuttbuxunum voru brautarnúmer kvennanna en hlið við hlið myndast talan 64 en fjöldamorð kínverskra yfirvalda á námsmönnum á Torgi hins himneska friðar gerðist fjórða júní 1989 en talan er oft notuð til að vísa í atburðinn hræðilega.

Enn í dag er tabú að ræða fjöldamorðið í Kína en yfirvöld þar í landi er duglegt að láta alla umræðu um atburðinn hverfa á veraldarvefnum.

Árið 1989, skutu hermenn hundruði lýðræðissinnaða mótmælendur til bana í Peking. Enn er nákvæmt taa yfir fórnarlömbin þennan dag á huldu, en mannréttindasamtök áætla að fjöldinn sé á milli nokkur hundruð manns og nokkur þúsund..

Notendur kínversks samfélagsmiðils Weibo höfðu birt hamingjuóskir sínar til Lin fyrir sigurinn en búið er að breyta þeim færslum sem birtu hina saklausu ljósmynd af hlaupakonunum tveimur á þann veg að í stað númeranna á stuttbuxum þeirra, er nú gráir ferningar. Þó virðist ekki vera búið að eyða myndunum algjörlega af veraldarvefnum því nokkrar fréttagreinar í Kína sýna enn ljósmyndina.

BBC fjallaði um málið.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -