Klámstjarnan Sophia Leone lést eftir of stóran skammt af eiturlyfjum en lögreglan í Albuquerque í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum greinir frá þessu.
Leone lést í apríl á þessu ári en að sögn lögreglu á sínum tíma voru þær aðstæður sem hún fannst látin grunsamlegar og var málið um tíma rannsakað sem mögulegt morð. Nú hefur verið allur vafi tekinn af slíku og segir lögreglan að leikkonan hafi tekið inn eiturlyfin sjálf inn og þau hafi dregið hana til dauða en það hafi ekki verið ætlun hennar. Ekki hefur verið greint frá því hvaða eiturlyf hún tók inn. Greint hefur verið frá því að Leone hafi glímt við sjálfsvígshugsanir en hún var aðeins 26 ára gömul.
Leone var ein af frægustu klámstjörnun heimsins en hún lék í yfir 400 klámmyndum á ferlinum.