Ótrúlegt sjónarspil átti sér stað í Brasilíu.
Það fór betur en áhorfðist þegar loftfar með knattspyrnuliðinu Sao Paulo hrapaði í úthverfi í samnefndri borg á miðvikudaginn. Loftfarið missti skyndilega hæð og klessti á hús og bíla. Sjónarvottar segja að íbúar úthverfisins hafi þurft að hlaupa eins og vindurinn að komast sér undan loftfarinu.
Loftfarið var í æfingaflugi og atvikið átti sér stað um hádegi en það átti að fljúga seinna um kvöldið í tilefni stórleiks hjá knattspyrnuliðinu. Flugmaður loftfarsins slasaðist lítillega og var hann sá eini sem slasaðist.
Atvikið er nú í rannsókn hjá brasilískum yfirvöldum.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.