Weichien Huang var handtekin í bænum San Dimas í Kaliforníu í Bandaríkjunum þann 18. júlí grunuðum að hafa myrt Chen Chen Fei, eiginkonu sína, með sverði.
Árásin er sögð hafa átt sér stað eftir að Huang reifst við eiginkonu sína og móður hennar og á hún að hafa ráðist á mæðgurnar með sverði. Móðirin náði að afvopna Huang eftir að hafa verið særð og flúði með sverðið út á götu og leitaði hjálpar. Skömmu síðar kom lögreglan á staðinn en var það of seint að til að bjarga lífi Fei en hún var úrskurður látin á staðnum. Móðirin liggur nú inn i á spítala og jafnar sig á sárum sínum.
Rannsókn málsins miðar þó hægt sögn lögreglu þar sem Huang og móðir Fei tala ekki stakt orð í ensku.