Forsaga málsins er sú að konan og maðurinn giftu sig árið 2004 en hann starfar sem lögreglumaður. Þau bjuggu þó ekki saman en konan býr í Surat Thani í Tælandi meðan eiginmaður hennar og þrjú börn býr í Chumphon. Þrátt fyrir fjarlægðina á milli þeirra komast konan á snoðir um ítrekað framhjáhald mannsins en fyrirgaf manninum ávallt af því hún vildi ekki hafa neikvæð áhrif á börn þeirra. Undanfarin ár neitaði eiginmaður hins vegar konunni um að hitta börnin og sagði hana beita börnin ofbeldi. Konan hefur neitað þessum ásökunum. Þann 30. desember í fyrra dró til tíðinda þegar hún greip eiginmann sinn með frillu sinni í bíl og voru börn eiginkonunnar með í ferð. Hún stóð fyrir fram bílinn og neitaði að færa sig. Samkvæmt fjölmiðlum í Tælandi tók frillan málin í sínar hendur og réðst á eiginkonuna. Hún náði að sleppa frá frillunni og ná í hníf sem var staðsettur í bíl eiginmannsins og stakk hann þrívegis. Í kjölfarið á þessu atviki birti eiginkona lista yfir einstaklinga sem höfðu mútað eiginmanninum í störfum hans sem lögreglumaður en við hlið nafnanna var að finna upphæðirnar sem þeir eiga hafa greitt honum. Eiginmaðurinn hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið.