Fimmtudagur 16. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Kona ók yfir svikulan eiginmann sinn og hjákonu hans – Sleppur við fangelsisvist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myndskeið sem sýnir konu í Queensland, Ástralíu, keyra yfir svikulan eiginmann sinn og ástkonu hans, hefur nú verið gert opinbert.

Myndskeiðið náðist á CCTV öryggismyndavél í nágrenni atviksins ne það var fréttavefurinn  9 News sem birti upptökuna. Þar sést Christie-Lee Kennedy aka yfir eiginmann sinn, David Larkin og ástkonu hans, Zowie Noring. Kennedy sést síðan fara úr bifreið sinni og berja Noring í höfuðið.

Sjá upptökuna hér fyrir neðan:

Fram kom í réttarhöldunum að Kennedy hafi notað smáforritið „Find my phone“ til að finna eiginmann sinn. Sagðist hún hafa verið að sækja börnin þeirra úr pössun, fyrir árásina. Sagðist hún ekki hafa ætlað að meiða neinn, hún hafi bara verið of sein að hemla.

Dómarinn í málinu sætti sig við þá útskýringu og dæmdi hana ekki til fangelsisvistunar.

- Auglýsing -

Í upptökunum sést Kennedy fara úr bifreið sinni eftir að hafa keyrt á skötuhjúin og togað í hár ástkonunnar og lamið hana í höfuðið. Noring sést svo ganga slösuð að bíl sínum og keyra á brott en áður hafði Kennedy ekið í burtu. Stuttu síðar sést Kennedy koma aftur á vettvang og bíða með eiginmanni sínum eftir sjúkrabíl.

Kennedy var í apríl dæmd í níu mánaða fangelsi en nú hefur dóminum verið snúið, hún mun ekki þurfa að dvelja í fangelsi.

„Ég held að það sé sanngjarnt að segja að þú hafir verið afar hissa yfir því sem þú sást, þrátt fyrir að þú hafi grunað þetta,“ sagði dómarinn er hann kvað upp dóm sinn. „Þú ert augljóslega frábær starfsmaður og mjög góð móðir og það er mikil synd að þú hafir framið þetta brot en ég hef ákveðna skoðun á því að þetta brot sé úr karakter hjá þér og það er ólíklegt að þú munir brjóta svona af þér aftur,“ hélt dómarinn áfram.

- Auglýsing -

Í stað fangelsisvistunar missti Kennedy ökuréttindi sín í níu mánuði. Þá var henni gert að greiða hvoru fórnarlambi um 460 þúsund krónur í bætur. Fékk hún tvær vikur til að ganga frá greiðslunum ellegar yrði hún dæmd til mánaðar fangelsisvistar.

Fórnarlömbin, þau David Larkin, fyrrum eiginmaður Christie-Lee og Zowie Noring, eru í dag í sambandi.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -