Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Kona skotin til bana á Valentínusardaginn – Eiginmanni hennar leitað í Thames-ánni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrollvekjandi myndbandsupptökur náðu augnablikinu er skothvellir heyrðust í Kent-sýslu í Suðurhluta Englands, þegar kona lést í skotárás á Valentínusardaginn.

Lisa Smith hefur verið nefnd af lögreglu sem konan sem lést 14. febrúar á bílastæðinu á Three Horseshoes-kránni í Knockholt, Kent, í atviki sem heimamenn segja að hafi skelft samfélagið. Fólk hefur komið á morðvettvanginn til að heiðra hina 43 ára gömlu Smith, frá Slough, Berkskíri, sem var þekkt í bænum sem Lisa Stockings. Hún lést á vettvangi og rannsakendur eru nú að leita í Thames-ánni í leit að eiginmanni Lisu, Edvard Stockings.


Hann er sagður hafa fallið af Queen Elizabeth II brúnni, en leit hófst eftir að rannsakendur fundu bíl og skotvopn frá Dartford Crossing skammt frá, með nýjum myndum sem veita meiri innsýn í atvikið. Fólk sem horfir á nýja myndbandið getur heyrt þrjá skothvelli bergmála í gegnum svæðið fyrir utan Three Horseshoes Pub, og síðan þann fjórða.

„Lögreglan í Kent var kölluð til klukkan 19:02 föstudaginn 14. febrúar 2025 að Main Road, Knockholt þar sem kona á fimmtugsaldri hafði hlotið skotsár. Hún lést á vettvangi. Á meðan ekki hefur enn verið borin kennsl á fórnarlambið opinberlega, hefur hún verið nefnd Lisa Smith, 43 ára, og var frá Slough.

„Bíll og skotvopn sem tengdust hinum grunaða fundust síðar við hlið Dartford Crossing. Talið er að hinn grunaði, maður sem fórnarlambið þekkir, hafi sést á ytri hlið brúarriðsins og lögreglumenn einbeita sér að leit til að ná honum úr vatninu.“

- Auglýsing -

Blóm og blöðrur, með fjölda miða stíluðum á „Lisa“ hafa verið sett á lítinn grasblett við hliðina á Knockholt-kránni, nálægt Sevenoaks, Kent. Eitt fallega kortið sagði: „Ást okkar og bænir eru hjá fjölskyldu þinni, sérstaklega strákunum þínum og barnabarninu.“

Michelle Thomas, eigandi The Three Horseshoes, sagði að samfélagið væri í áfalli eftir atvikið, þar sem „öskur, köll og grátur“ heyrðust eftir að skothljóð glumdu víðsvegar um bæinn á föstudag. Hún sagði við Sky News: „Það voru svo mikið læti – öskrað, hrópað, grátið. Fólk var úti í símanum sínum. Við reyndum að fá fólk inn á pöbbinn. Fólk var rétt að byrja að setjast niður, það var snemma kvölds.“


- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -