Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Kona stungin 14 sinnum af pítsasendli – Fannst hún gefa of lítið þjórfé

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirvöld í Flórída hafa handtekið konu fyrir að hafa stungið aðra konu yfir tíu sinnum með hníf en lögreglan telur að árásin hafi átt sér stað vegna lélegs þjórfés sem brotaþolinn gaf árásaraðilanum, sem var pítsasendill.

Lögreglan handtók Brianna Alvelo, sem er meðal annars ákærð fyrir morðtilraun og mannrán, eftir að lögreglan sagðist hafa verið kölluð á mótel á sunnudag og komu að Melindu Irizarry, sem hafði verið stungin 14 sinnum.

Eftir að hún kom úr aðgerð sagði Melinda lögreglumönnum að konan hafi komið um klukkustund fyrir hnífstungu til að koma með matarpöntun frá pítsustað.

Melinda segir að maturinn hafi kostað 33,10 dollara en þegar hún rétti sendlinum 50 dollara, heldur Melinda því fram að konan hafi reynt að ganga í burtu með allan afganginn. Melinda útskýrir að hún hafi hringt til baka í konuna og beðið um afganginn og henni verið sagt að pítsastaðurinn gæfi ekki til baka.

Irizarry segir að hún hafi síðan farið að leita í báðum veskjum sínum og bílnum sínum að minni seðlum og hafi að lokum afhent sendlinum nægan pening fyrir pöntuninni og 2 dollara þjórfé.

Um það bil klukkutíma síðar segir Melinda að hún, kærasti hennar Bobby og dóttir hennar hafi verið á mótelherberginu þegar þau heyrðu hátt bankað á hurðina og tveir menn hafi ruðst inn, annar hélt á byssu og skipaði Bobby að fara á klósettið og loka hurðinni.

Melinda segir að á meðan konan hafi rótað í gegnum veskið henni hafi hún snúið sér að dóttur sinni til að verja hana. Það hafi verið þá sem hún segist hafa verið stungin í fyrsta skiptið. Hún segist síðan hafa verið stungin mörgum sinnum áður en árásarmennirnir tveir hlupu á brott með fjölda verðmæta.

- Auglýsing -

Lögreglan í Osceola-sýslu hefur notað öryggismyndbönd til að ná starfsmanninum frá pítsustaðnum sem þeir telja bera ábyrgð á árásinni.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -