Föstudagur 14. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Kongólskur söngvari drepinn við tökur á tónlistarmyndbandi – Gagnrýndi yfirvöld og uppreisnarmenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinsæll kongóskur tónlistarmaður, Delphin Katembo Vinywasiki, þekktur sem Delcat Idinco, var myrtur við tökur á tónlistarmyndbandi í Goma í austurhluta Alþýðulýðveldisins Kongó (DRC).

Lík hans fannst í gær með höfuðáverka, að sögn eftir byssuskot. Enn er óljóst hverjir árásarmennirnir eru.

Idinco var frægur fyrir pólitískt hlaðin lög sem gagnrýndu bæði stjórnvöld og uppreisnarmenn í landinu. Nýjasta lag hans, Bunduki (svahílí fyrir „vopn“), fordæmdi hernám uppreisnarmanna í Goma.

Hann hafði nýlega sloppið úr fangelsi í árás M23-uppreisnarmanna á borgina. Idinco, sem áður var fangelsaður fyrir að hvetja til mótmæla og gagnrýna Félix Tshisekedi forseta, var öflug rödd margra kongólskra ungmenna.

Fréttir af andláti hans komu af stað mótmælum í heimabæ hans, Beni, þar sem mótmælendur kröfðust réttlætis. Yfirvöld í Kongó fordæmdu morðið og sögðu það „launmorð“. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa hvatt til skjótra aðgerða til að bera kennsl á og refsa þeim sem bera ábyrgð.

Dauði Idinco varpar ljósi á vaxandi óöryggi í austurhluta Kongó, þar sem þúsundir hafa fallið í yfirstandandi átökum, þar sem friður er enn óhugsandi.

- Auglýsing -

Hér má sjá lag sem kom út fyrir viku með Idinco:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -