Það mátti svo sannarlega litlu muna fyrir indverska konu sem var að labba yfir götu í Mansi hverfinu í Dindoli í Indlandi þann 5. október. Þegar konan var komin hálfa leið yfir götuna lendir plastvatnstankur á henni en lendir á einhvern ótrúlegan máta þannig að hún slasast ekkert. Nágrannar hlupu út á götu til athuga hvað gerðist og þeir voru heldur betur hissa þegar þeir sjá höfuð konunnar rísa upp um gat á tankinum. Samkvæmt fréttamiðlum í Indlandi var skransali að taka til upp á þaki þegar hann missti tankinn af þakinu. Margir íbúar hverfisins telja að um kraftaverk sé að ræða og segja óskiljanlegt að hún sé á lífi en hún á að hafa verið nýkomin úr hindúsku hofi þegar atvikið átti sér stað.