Föstudagur 20. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Krefjast rannsóknar á drápi á bandarískri konu á Vesturbakkanum: „Blíður og hugrakkur sólargeisli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir „ítarlegri rannsókn“ á drápi á bandarísk-tyrkneskri konu á hernumdu svæði Vesturbakkans í Palestínu en hún var skotin í höfuðið í mótmælum síðastliðinn föstudag.

Staðbundnir fjölmiðlar greindu frá því að Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára, hafi verið skotin til bana af ísraelskum hermönnum þegar hún tók þátt í vikulegum mótmælum gegn stækkun landnemabyggða gyðinga í bænum Beita nálægt Nablus.

Ísraelski herinn segist vera að „skoða tilkynningar um að erlendur ríkisborgari hafi verið drepinn vegna skota á svæðinu“.

Fjölskylda Eygi sagði í yfirlýsingu að þau væru í áfalli og sorg yfir því að hinn ástríki og „gífurlega ástríðufulli mannréttindafrömuður“ væri farinn. Fjölskyldan sagði að myndband sýndi að hún hafi verið myrt af byssukúlu frá ísraelska hernum og kallaði eftir því að Bandaríkin rannsaki málið.

Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Ísraela til að rannsaka atvikið. Sean Savett, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, sagði að yfirvöld í Washington væri „mjög óróleg yfir hörmulegum dauða bandarísks ríkisborgara“. Bætti hann við: „Við höfum leitað til ríkisstjórnar Ísraels til að biðja um frekari upplýsingar og óska ​​eftir rannsókn á atvikinu“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -