Foreldrar knattspyrnukonunnar Maddy Cusack hafa krafist rannsóknar í kjölfar sjálfsvígs dóttur þeirra á síðasta ári. Enska knattspyrnusambandið hefur safnað upplýsingum í tengslum við andlát konunnar til þess að kanna hvort reglur innan sambandsins hafi verið brotnar.
Maddy spilaði með liðinu Sheffield United og var hún aðeins 27 ára gömul þegar hún lést. Maddy hafði glímt við andlega erfiðleika sem fjölskylda hennar segir mega rekja til samstarfs hennar og þjálfarans Jonathan Morgan. Innan við viku eftir andlát Maddy sendi fjölskylda hennar bréf til Sheffield United þar sem stóð meðal annars: „Það var margt sem angraði hana í lokin en það tengdist allt sambandi hennar við JM. Hún trúði okkur fyrir því að öll vandræðin tengdust ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar.
Í kjölfar bréfsins var þjálfarinn steig Morgan tímabundið til hliðar á meðan Sheffield United hóf eigin rannsókn. Varð niðurstaða félagsins sú að engar sannanir væru fyrir því að hvort Morgan né nokkur annar hjá félaginu hefði gert eitthvað rangt.
Þá setti fjölskyldan sig aukreitis í samband við enska knattspyrnjusambandið sem ákvað í kjölfarið að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir í málinu. Hittu svo fulltrúar sambandsins foreldra Maddyar 21. desember, sem og fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi. Ekki hefur sambandið þó enn fundið sig knúna til að hefja formlega rannsókn.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.