Ted Chaiban, aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðaraðgerða og birgðaaðgerða hjá UNICEF, hefur hvatt til þess að Hussam Abu Safia, forstjóri Kamal Adwan sjúkrahússins á Gaza, verði sleppt tafarlaust.
Sjá einnig: Læknir sendir neyðarbeiðni frá Kamal Adwan-spítalanum á Gaza: „Ástandið er skelfilegt“
Hinn 51 árs gamli Abu Safia er að sögn í haldi í Sde Teiman-herstöðinni í Negev eyðimörkinni í Ísrael eftir að ísraelskir hermenn handtóku hann eftir áhlaup á sjúkrahúsið í síðustu viku.
Í færslu á X sagði Chainan að hann hefði séð „björgunarverk“ Abu Safia og samstarfsmanna hans af eigin raun.
Hér má sjá færsluna í heild sinni:
„Kamal Adwan-sjúkrahúsið var björgunarlína fyrir börn og fjölskyldur í norður Gaza. Ég sá björgunarverk Dr. Abu Safiya og samstarfsmanna hans. WHO hefur hvatt til þess að hann verði látinn laus tafarlaust og við endurómum þessa kröfu fyrir öll börn á Gaza. Vernda þarf sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn.“