Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Kris Kristofferson er látinn: „Þakka ykkur fyrir að elska hann í öll þessi ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kris Kristofferson, sem náði velgengni sem bæði byltingarkenndur sveitasöngvari og kvikmynda- og sjónvarpsstjarna í Hollywood, lést í gær, laugardaginn 28. september, á heimili sínu í Maui á Hawaii. Engin dánarorsök hefur verið gefin upp en hann er sagður hafa látist friðsamlega umkringdur fjölskyldu. Hann var 88 ára gamall.

Fjölskylda hans sagði í yfirlýsingu: „Það er með sorg í hjarta sem við deilum fréttunum að eiginmaður okkar/faðir/afi, Kris Kristofferson, lést á friðsælan hátt laugardaginn 28. september á heimili sínu. Við erum öll svo þakklát fyrir tíma okkar með honum. Þakka ykkur fyrir að elska hann í öll þessi ár, og þegar þið sjáið regnboga, vitið þið að hann brosir niður til okkar allra.“ Yfirlýsingin var birt fyrir hönd eiginkonu Kristofferson, Lisu og hans átta barna, Tracy, Kris Jr., Casey, Jesse, Jody, John, Kelly og Blake; og barnabarna hans sjö.

Kyle Young, forstjóri Country Music Hall of Fame and Museum, sagði: „Kris Kristofferson trúði því innilega að sköpunarkrafturinn væri Guði gefinn og að þeir sem hunsa eða afvega slíka heilaga gjöf séu dæmdir til að mistakast og til óhamingju. Hann prédikaði að hugarlífið gefur sálinni rödd og síðan skapaði hann verk sem gaf rödd ekki aðeins sálu hans heldur okkar líka. Meðal þeirra Kris leit upp til voru verðlaunaboxarinn Muhammad Ali, stórskáldið William Blake og „Hillbilly Shakespeare,“ Hank Williams. Hann lifði lífi sínu á þann hátt sem heiðraði og sýndi gildi hvers og eins þessara manna, og hann skilur eftir sig réttláta, hugrakka og eftirtektarsama arfleifð sem rímar við þeirra.“

Kristofferson hafði þegar eytt nokkrum hóflega farsælum árum í söngverkum Music City þegar hann sló í gegn sem höfundur Country-smella á borð við „For the Good Times“ (Ray Price, 1970), „Sunday Morning Coming Down“ ( Johnny Cash, 1970) og „Help Me Make It Through the Night“ (Sammi Smith, 1971). Lag hans „Me and Bobby McGee“ náði efst á vinsældarlista með fyrrum elskhuga hans, Janis Joplin árið 1971, eftir ótímabært andlát hennar.

Þá þótti Kris frábær leikari en hann lék í kvikmyndum á borð við Pat Garrett & Billy the Kid (1973), A Star is born (1976), Lone Star (1996), Blade (1998) en árið 1985 var hann tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Songwriter.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -