Mánudagur 3. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kviknaði í væng vélar í flugtaki í Houston – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugvélavandamál halda áfram að koma upp í Bandaríkjunum en í gærmorgun blossaði upp eldur í vél flugvélar og festi eldurinn sig í væng vélarinnar.

Vélin var í flugtaki og var förinni heitið frá George Bush flugvelli í Houston til New York og var um að ræða Airbus vél frá United Airlines. 105 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir vélarinnar þurftu í snatri að yfirgefa vélina á miðri flugbrautinni meðan málið var afgreitt af slökkviliði flugvallarins. Samkvæmt fjölmiðlum í Houston urðu ekki nein slys á fólki.

Þetta atvik er eitt af nokkrum alvarlegum sem komið hafa upp í Bandaríkjunum á árinu en stutt er síðan sex manns létust í flugslysi í Philadelphia og 67 í Washington D.C. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum eru með atvikið í rannsókn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -