Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Kynlífsþerapistinn Dr. Ruth er látin: „Ekkert er áhugaverðara en kynlíf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dr. Ruth Westheimer, hinn virti og ófeimni kynlífsmeðferðarfræðingur er látin, 96 ára að aldri.

Í yfirlýsingu til ET sagði upplýsingafulltrúi hennar, Pierre Lehu,: „Börn Dr. Ruth K. Westheimer eru sorgmædd að tilkynna andlát móður sinnar, hins alþjóðlega fræga kynlífsþerapista, rithöfundar, spjallþáttastjórnanda, prófessors og munaðarleysingja helfararinnar.“

Yfirlýsingin hélt áfram: „Hún lést friðsamlega á heimili sínu í New York borg 12. júlí umkringd ástríkri fjölskyldu sinni, rúmum mánuði eftir að hún hélt upp á 96 ára afmælið sitt. Auk barna sinna, Joe og Miriam, lætur hún eftir sig fjögur barnabörnin Ari, Leora, Michal og Ben, tengdasoninn Joe, tengdadótturina Barböru og eiginmann dótturdóttur hennar, Elan.“

Fulltrúinn sagði að fjölskyldan muni halda einkajarðarför. Fjölskyldan biður einnig um að framlög verði veitt til minningar hennar til Museum of Jewish Heritage og Riverdale YM&YWHA.

The New York Times sagði fyrst frá andlátinu.

Hinn ástsæli sálfræðingur, sem margoft sagði „ekkert er áhugaverðara en kynlíf,“ kom inn á poppmenningarsenuna árið 1980 með WYNY útvarpsþætti sínum í New York borg. Þó að þátturinn hafi aðeins byrjað sem 15 mínútna þáttur, svaraði Westheimer mýmörgum spurningum um kynlíf og sambönd sem heilluðu áhorfendur í Stóra eplinum. Hún varð fljótlega þjóðþekkt og er hún sögð bera að mestu ábyrgð á því að hafa fengið Bandaríkjamenn til þess að hætta að líta svo á að kynlífstal sé tabú.

- Auglýsing -

Dr. Ruth lætur eftir sig son sinn, Joel Westheimer, dóttur sína, Miriam Westheimer, og fjögur barnabörn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -