Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

L.A. Times styður ekki Harris í forsetakosningunum: „Við drögum línuna við þjóðarmorð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dóttir eiganda Los Angeles Times segir að dagblaðið hafi ákveðið að lýsa ekki yfir stuðningi við framboð Kamölu Harris í forsetakosninguninum sem fara fram í næstu viku, vegna afstöðu hennar til þjóðarmorðsins á Gaza.

Dóttirin, Nika Soon-Shiong sagði í tilkynningu: „Fjölskylda okkar tók þá sameiginlegu ákvörðun að styðja ekki forsetaframbjóðanda. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hef tekið þátt í ferlinu. Sem ríkisborgari lands sem fjármagnar opinberlega þjóðarmorð, og sem fjölskylda sem upplifði aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku, var ákvörðunin tækifæri til að hafna réttlætingum fyrir því að blaðamenn séu ítrekað gerðir að skotmörkum og áframhaldandi stríði gegn börnum.

Nika Soon-Shiong

Dr. Patrick Soon-Shiong, milljarðamæringurinn sem keypti Los Angeles Times árið 2018 fyrir 500 milljónir dollara, vísaði síðar á bug ummælum hennar og sagði að hún hefði ekki tekið þátt í ákvörðuninni.

„Nika talar í eigin persónu um skoðun sína, eins og sérhver samfélagsmeðlimur hefur rétt á að gera. Hún gegnir ekki hlutverki hjá LA Times, né tekur þátt í neinum ákvörðunum eða umræðum við ritstjórnina, eins og margoft hefur komið fram,“ sagði hann í yfirlýsingu til CNN.

Ummælin koma nokkrum dögum eftir að Patrick Soon-Shiong, tók þá óvæntu ákvörðun að hætta við þær áætlanir að styðja Harris, sem vakti reiði innan blaðsins og leiddi til þess að fjöldi lesenda sagði upp áskriftum sínum að blaðinu. Dagblaðið hefur stutt frambjóðanda í öllum forsetakosningum síðan það studdi Barack Obama árið 2008.

Þrír meðlimir ritstjórnar L.A. Times sögðu af sér vegna ákvörðunarinnar. Mariel Garza, leiðtogi ritstjórnar blaðsins sem sagði af sér á miðvikudaginn, sagði í samtali við New York Times að hún hefði ekki fengið neina ástæðu fyrir því hvers vegna hann neitaði stuðningnum.

- Auglýsing -

„Ef það var ástæðan fyrir því að Dr. Soon-Shiong hindraði stuðninginn við Kamölu Harris, var því ekki komið á framfæri við mig eða ritstjórnina,“ sagði Garza í yfirlýsingu. „Ef markmið fjölskyldunnar var að „hafna réttlætingum fyrir því að blaðamenn séu ítrekað gerðir að skotmörkum og áframhaldandi stríðs gegn börnum,“ þá náði þögnin ekki þeim markmiðum.

Yfirlýsing Nika Soon-Shiong kemur degi eftir að hún tjáði sig um „deiluna og ruglinginn vegna ákvörðunar L.A. Times um að styðja ekki forsetaframbjóðanda,“ þar sem hún sagði í færslu á samfélagsmiðlum að þau „dragi línuna við þjóðarmorð“.

„Þetta er ekki atkvæði fyrir Donald Trump,“ skrifaði hún. Þetta er synjun á að STUÐNINGI við frambjóðanda sem styður stríð gegn börnum. Ég er stolt af ákvörðun L.A. Times rétt eins og ég er viss um að það er ekkert til sem heitir börn myrkursins. Það er ekkert til sem heitir mennsk dýr,“ en þar vitnar hún í orð Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael annarra ráðamanna landsins, sem þeir hafa notað um Palestínumenn.

- Auglýsing -

Í viðtali í vikunni sagði Patrick Soon-Shiong að hann hefði boðið ritstjórn blaðsins þann kost að útfæra nánar stefnumun milli Harris og Trump í stað stuðnings.

„Ég óttast að ef við veljum annan hvorn [frambjóðandann] myndi það bara auka ágreininginn,“ sagði Soon-Shiong við Spectrum News 1 SoCal.

Los Angeles Times er ekki eina blaðið sem hefur ákveðið að styðja ekki við hvorugan frambjóðandann í komandi forsetakosningum því á föstudaginn tilkynnti The Washington Post, að það myndi ekki lýsa yfir stuðningi við neinn forsetaframbjóðanda, hvorki nú né í framtíðinni. Líkt og hjá L.A. Times var ákvörðunin tekin af eiganda blaðsins, milljarðamæringnum Jeff Bezos.

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -