Mohammed Obeid, bæklunarskurðlæknir hjá Læknum án landamæra, gefur hryllilega frásögn af hörmulegu ástandi innan og við Kamal Adwan-sjúkrahúsið í norðurhluta Gaza.
Obeid sagði:
„Það er dauði af öllum gerðum og formum á Kamal Adwan-sjúkrahúsinu og Norður Gaza. Sprengjuárásirnar hætta ekki. Skotárásirnar hætta ekki. Flugvélarnar stoppa ekki. Gríðarleg skotárás er í gangi og sjúkrahúsið er líka skotmark. Þetta lítur bara út eins og kvikmynd; það virðist ekki raunverulegt.“
Læknirinn hélt áfram:
„Fyrir um fimm dögum varð húsið mitt fyrir höggi. Þeir sprengdu þakið og vatnstankana algjörlega í loft upp, en við vorum á jarðhæð og aðeins einn slasaðist, guði sé lof. Við yfirgáfum húsið nokkrum sinnum, fluttum okkur á mismunandi svæði, fjölskylda mín og nágrannar voru dauðhræddir. Ég var í skjóli á Kamal Adwan-sjúkrahúsinu með konu minni og börnum, og ég er núna að vinna hér, þar sem ég get meðhöndlað fjölda sjúklinga. Það eru engin orð til að lýsa ástandinu á Kamal Adwan-sjúkrahúsinu: Það er hörmulegt. Spítalinn er gjörsamlega yfirbugaður. Það er slasað fólk alls staðar, utan sem innan spítalans, og við höfum ekki lækninga- og skurðaðgerðartæki til að meðhöndla það.“
Obeid hélt skelfilegum lýsingum sínum áfram:
„Sjúkrabílar geta ekki hreyft sig. Við getum ekki komist að líkum fólksins sem var drepið og ekki bjargað hinum slösuðu sem liggja á götum úti. Margir þeirra dóu áður en þeir komu á sjúkrahúsið og aðrir dóu inni á spítalanum þar sem við gátum ekki meðhöndlað sár þeirra. Við erum með 30 manns látna inni á spítalanum og um 130 slasaða sjúklinga sem þurfa bráða læknishjálp. Heilbrigðisstarfsmenn eru örmagna og margir eru einnig slasaðir. Okkur finnst við bjargarlaus. ég á bara ekki til orð. Við skorum á öll lönd heimsins að huga að Norður-Gasa og aflétta hindruninni sem hefur leitt til dauða svo margra.“