Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Læknir sendir neyðarbeiðni frá Kamal Adwan-spítalanum á Gaza: „Ástandið er skelfilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstjóri Kamal Adwan-spítalans á Norður-Gaza, Dr. Hussam Abu Safiya kom frá sér neyðarbeiðni frá spítalanum í bréfi, þar sem búið er að slökkva á internetinu og símasambandinu. Segir hann ástandið innan spítalans skelfilegt.

Norski læknirinn Dr. Mads Gilbert birti bréf frá Dr. Hussam Abu Safiya, forstjóra Kamal Adwan-spítalans á Norður-Gaza, sem Ísraelsher hefur gert gengndarlausar árásir á síðustu daga, á Instagram-síðu sinni, í formi myndband þar sem maður les upp orð læknisins.

„22. október, 2024. Þetta bréf er raunverulegt,“ þannig byrjar myndskeiðið. Og heldur síðan áfram:

„Dr. Hussam Abu Safiya, forstjóri Kamal Adwan-spítalans er hvorki með símasamband né internet samband. Hann bað um að þessu bréfi verði komið til vestrænna fjölmiðla og mannúðarsamtaka!“

Í bréfinu lýsir læknirinn skelfilegu ástandi innan spítalans og segir raunverulegt þjóðarmorð í gangi á Norður-Gaza.

Hér má lesa íslenska þýðingu á bréfi Dr. Safiya:

- Auglýsing -

„Staðan er einstaklega erfið. Við erum núna í neyðarástandi og skothríðin hættir ekki í kringum Kamal Adwan-spítalann, átjánda daginn í röð. Umsátrinu um heilbrigðisfólkið heldur áfram og mikill fjöldi særðra eru í nágrenni spítalans. Innan spítalans erum við með fleiri en 150 sjúklinga sem er verið að meðhöndla, þar á meðal fleiri en 15 nýbura og sjúklingar á gjörgæslu.

Við vonum að við getum komið þessum skilaboðum á framfæri til heimsins. Búið er að skera á samskiptaleiðir okkar og internetið liggur niðri og heilbrigðiskerfið er óvirkt. Við erum að veita særðum þjónustu sem er vel undir lágmarks viðmiðum. Í dag er fjöldi píslavætta á milli 35 og 40 og neyðarteymi geta ekki nálgast hina særðu því það er sérstaklega skotið á þau. Það eru enn fjölmargir slasaðir í bráðamóttökunni og við eigum engar blóðeiningar, engin lyf, sjúkragögn né grunnlækningatæki, því miður. Ástandið er skelfilegt.

Fjöldi píslavætta á sjúkrahúsinu sem við höfum eru fleiri en 35 og fjöldi særðra er einnig gríðarlega mikill auk þeirra sem eru á gjörgæslunni. Við höfum ekkert að bjóða þeim. Við erum meira að segja búin með drenslöngurnar; læknistæki okkar og læknismeðferðir eru á þrotum. Við erum að tala um aðstæður sem eru örvæntingarfullar í öllum skilningi þess orðs.

- Auglýsing -

Það er verið að fremja raunverulegt þjóðarmorð á íbúum norðurhluta Gaza. Skotum er jafnvel beint að sjúkraflutningsmönnum sem eru að reyna að komast að hinum særðu og skotum er einnig beint að spítalanum. Bara fyrir stuttu síðan var skotið á inngang sjúkrahússins og stórskotalið var sent af stað. Það er sérstaklega búið að gera Heilbrigðisstofnunina að skotmarki.

Auk þess hefur hernámið komið í veg fyrir að sjúkragögn, lyf, matur og allt annað, komist hingað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -