Yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Philippe Lazzarini, segir að ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins um að gefa út nýjar kröfur á hendur Ísraela í gær hafi verið „áþreifanleg áminning um að hörmulegt mannúðarástand á Gaza-svæðinu sé af mannavöldum og fari versnandi.“
„Það er samt hægt að snúa þessu við,“ sagði hann í færslu á X. „Í skipuninni er skorað á Ísraelsríki að vinna með Sameinuðu þjóðunum til að auðvelda afhendingu mannúðaraðstoðar sem brýn þörf er á til Gaza“.
Lazzarini bætti við að samvinna þýddi að Ísraelar yrðu að snúa við ákvörðun sinni um að vera ekki lengur í samstarfi við stofnun hans og leyfa bílalestum sínum að fara inn á Gaza, sem er „að verða ómögulegur staður fyrir mannsæmandi líf“.
„Ekki er hægt að bíða lengur með djarfar aðgerðir,“ sagði yfirmaður UNRWA. Hann hvatti ríkisstjórnir til að beita Ísrael þrýstingi til að fara að ákvæðum ICJ um tafarlausa og óhefta dreifingu aðstoðar til að afstýra yfirvofandi hungursneyð.