Leikskólinn KinderCare í Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum er í vondum málum eftir að kókaín fannst í þvagi eins árs gamals drengs sem sækir leikskólann.
Fyrr í mánuðinum hringdi starfsmaður leikskólans í Kimberly Hopson, móður drengsins, og tilkynnti að hann væri orðinn mjög veikur og hún þyrfti að koma sækja son sinn. Þegar Hopson mætti var strákurinn þakinn marblettum og sárum. Í framhaldi af því fór hún með son sinn á sjúkrahús þar sem ýmsar rannsóknir voru framkvæmdar og fannst kókaíni í þvagi drengsins. Þá var haft samband við lögreglu bæjarsins og við leit á leikskólanum fann lögreglan poka af kókaíni sem starfsmaður hafði komið með og er talið að sonur Hopson hafi komst í pokann.
Leikskólinn hefur beðist afsökunar á atvikinu og sagst ætla að borga fyrir allan lækniskostnað en Hopson hefur gefið það út að hún muni fara í mál við leikskólann. Leikskólinn hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið.