Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Leita að 19 ára stúlku sem hvarf í sjósundi – Vinir hennar alblóðugir eftir björgunartilraunir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breskur unglingur er talinn af eftir að hann hvarf á sundi undan hollenskri strönd.

Nítján ára gömul stúlka lenti í vændræðum ásamt þremur vinum sínum þar sem þau svömluðu í Norðursjónum, nærri ströndum Zuidelijk Havenhoofd í Hollandi á sunnudaginn. Vinum stúlkunnar var bjargað en hún hefur hins vegar ekki sést síðan.

Viðbragðsaðilar óttast nú að stúlkan muni ekki finnast á lífi eftir að það mistókst að staðsetja hana þegar vinum hennar var bjargað. Leitað var að henni í tæpa tvo klukkutíma frá 20:30 til ríflega 22:00. Hópurinn er allur frá Bretlandi og á svipuðum aldri.

Talið er að vinir stúlkunnar hafi reynt að bjarga henni áður en hún hvarf, sem olli því að þeir lentu sjálfir í vandræðum.

Vitni sem ræddi við staðbundna fjölmiðla sögðu að tveir drengir úr vinahópnum hefðu meiðst á fótum og hafi verið alblóðugir og að eldri kona, sem talin er vera móðir einhvers úr hópnum, hafi sést „skelfingu lostin og öskrandi“.

Vitnið bætti því við að aðstæður hefðu verið of hættulegar til þess að drengirnir hefðu getað bjargað stúlkunni og sagði: „Drengirnir rétt lifðu af“. Meiðsl drengjanna eru talin afleiðing þess að þeir skullu utan í grýttan hafnarbakkann sem skilur að Idjuin og Schevingen strandirnar í Haag.

- Auglýsing -

Leit var framkvæmd bæði á bátum og í þyrlum en dregið hefur nú úr leitinni og nú er aðallega verið að skoða fjörur í nágrenninu, þar sem ólíklegt sé talið að stúlkan sé á lífi.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -