Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Leita að morðvopninu á golfvelli: „Skilaboð mín til morðingjans eru skýr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ítarleg leit stendur yfir af morðvopni í máli Oliviu Pratt-Korbel, á landi Golfklúbbs í West Derby í Liverpool.

Sjá einnig: Faðir hinnar níu ára Oliviu sendi frá sér yfirlýsingu: „Dauði hennar má ekki vera til einskis“

Kafarar og drónar hafa verið notaðir við leit hjá West Derby Golf klúbbinum í Liverpool, að morðvopninu sem notað var til að myrða hina níu ára Oliviu Pratt-Korbel fyrir þremur vikum. Olivia var skotin er byssumaður ruddist inn á heimili hennar, á eftir öðrum manni sem hann skaut á. Eitt skotið hæfði stúlkuna sem lést af sárum sínum.

Alls hafa níu einstaklingar verið handteknir við rannsókn málsins en enginn þeirra verið kærður enn.

„Ég lofa að gefa ekkert eftir í leit minni að morðingjanum og byssunum sem notaðar voru þetta kvöld,“ sagði rannsóknarlögreglumaður Merseyside lögreglunnar, Mark Kameen á blaðamannafundi. Sagði hann ennfremur að lögreglan væri að fylgja eftir upplýsingum með leit sinni á gólf vellinum. Sagði hann að leitin væri afar ítarleg og bjóst hann við að dagurinn færi allur í leitina.

„Skilaboð mín til til morðingjans eru skýr: Við munum ekki stoppa fyrr en við höfum þær sannanir sem við þurfum til að koma þér í réttarsalinn og bakvið lás og slá,“ bætti Kameen að lokum við.

- Auglýsing -

Þrjár leitarsveitir með leitarhundum taka þátt í leitinni, allt í allt um 50 manns. Hefur golfvöllurinn verið lokaður almenningi á meðan á leitinni stendur.

Fjallað var um málið á BBC.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -