Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Leitin að týnda unglingnum á Tenerife breytt: „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jay Slater, breski unglingurinn sem saknað er á Tenerife, gæti hafa verið „tekinn gegn vilja sínum“ að sögn móður hans, Debbie Duncan, sem óttast að hinum 19 ára syni hennar hafi verið rænt.

Leitin að hinum 19 ára Jay Slater fer nú fram 48 kílómetrum frá þeim stað sem hann sást síðast á, eftir að lögreglan „fékk upplýsingar“ sem snarbreytti leitinni. Lögreglan er með rannsókn í gangi í Los Cristianos og Playa de Las Americas, en báðir staðirnir eru gríðarlega vinsælir viðkomustaðir breskra ferðalanga. Til að byrja með hafði lögreglan einblínt á Rural de Tano garðinn, sem vinsæll er meðal göngufólks.

Móðir Jay, Debbie Duncan, flaug til Kanaríeyja á þriðjudagsmorgun til að hjálpa við leitina ða syni hennar en hún hefur nú deilt því hvað hún óttast að gæti hafa komið fyrir Jay. „Ég held að hann hafi verið tekinn gegn vilja sínum, miðað við hvað sagt er, en þetta er í höndum lögreglunnar,“ sagði Debbie nýverið.

Ættingjar Jay hafa grátbeðið fólk um að hætt að gefa svikahröppum sem segjast vera að safna pening vegna leitarinnar. Móðir Jay er sögð „í rusli“ vegna hvarfs múraralærlingsins, sonar hennar. Fjölskyldumeðlimir hafa einnig biðlað til ókunnugra að hætta að giska á hvað gæti hafa ollið hvarfinu.

Vinur Jay, staðfestir að sá týndi hafi ætlað sér að ganga á hótelið sem hann dvaldi á á Tenerife, eftir að hafa misst af rútu á mánudagsmorgun. Gangan er talin geta tekið um 11 klukkustundir. Ekkert hefur þó spurst til Jay síðan en lögreglan bankaði á dyr á heimili fjölskyldu hans í Owsaldtwistle í Lanca-skíri, og sagði þeim að taka fyrsta flug til Kanaríeyja. Jay hafði farið þangað með vinum sínum til að taka þátt í NRG tónlistarhátíðinni. Einn vina hans grátbað fólk í Facebook-hópi um að vera ekki að geta í eyðurnar án traustra sannanna.

Mirror fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -