Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Leslie Jordan lést í bílslysi: „Bætti upp skort á sentimetrum með gjafmildi sinni og stórfengleika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn og grínistinn Leslie Jordan er látinn. Lést hann í gærmorgun í umferðaslysi í Hollywood. Var hann einungis 67 ára gamall.

„Heimurinn er töluvert dekkri staður núna án ástar og ljóss Leslie Jordan. Ekki var hann aðeins hæfileikabúnt og yndi að vinna með, heldur veitti hann þjóðinni tilfinningalegan griðastað á einum erfiðustu tímum hennar,“ skrifaði blaðafulltrúi leikarans í yfirlýsingu sem hann sendi á ET. „Hann bætti upp skort á sentimetrum með gjafmildi sinni og stórfengleika sem sonur, bróðir, listamaður, grínisti, maki og manneskja. Að vita að hann kvaddi þennan heim á toppi bæði ferils síns og persónulega, er eina huggunin sem maður hefur í dag.“

Slysið

Jordan var að keyra á mánudagsmorgun þegar talið er að hann hafi orðið fyrir einhverskonar heilsuneyðartilfelli og keyrt á hús, samkvæmt TMZ, sem sagði fyrst frá andlátinu.

Í kjölfar slyssins gaf lögreglan í Los Angeles svohljóðandi upplýsingar til ET: „Við erum með eitt andlát vegna umferðaslyss sem varð á mánudagsmorgun um klukkan 9:30, hjá Cahuenga Boulevard og Romaine Street. Fullorðinn karlmaður var úrskurðaður látinn á vettvangi.“

Samkvæmt vitni sem ræddi við ET þá sá hann sjúkraliða reyna að endurlífga Leslie, en það var greinilegt að það var um seinan.

- Auglýsing -

Annað vitni sagðist í samtali við ET hafa séð Jordan sækja lyfseðil í apótek í Vestur-Hollywood. Sá hann Jordan yfirgefa apótekið haldandi á tveimur pokum með lyfseðilskyldum lyfjum.

Ferillinn

Árið 2006 vann Jordan Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Beverley Leslie í gamanþáttunum Will & Grace. Þá var hann einnig þekktur fyrir hlutverk sín í þáttum á borð við Boston Legal, Reba, Desperate Houswives, American Horror Story og Call Me Kat.

- Auglýsing -

Þá lék Jordan einnig í myndum á borð við The Help og Sordid Lives. Einnig lék hann í leikritum á borð við My Trip Down the Pink Carpet og The Lucky Guy.

Instagram-frægð

Í Covid-faraldrinum sló Jordan rækilega í gegn með skemmtilegum myndböndum sínum sem hann tók upp heima hjá sér og birti á Instagram-reikningi sínum. Nýjasta myndbandið er frá síðasta sunnudag, þar sem hann sést syngja við undirleik Danny Myrick.

Enn eitt vitnið sagði ET frá því að hafa rekist á Jordan á Starbucks í síðasta mánuði. Vitnið sagði leikaranum að Instagram-myndböndin hefðu glatt sig mjög og sagði að Jordan hefði ekki getað verið ljúfari og þakklátur fyrir hrósið. Sagði hann að Jordan hefði verið í góðu skapi og ekki hefði verið að sjá að heilsa hans væri slæm.

Á Instagram-reikningi leikarans birtist ljósmynd af honum og eftirfarandi texti, þegar andlátið hafði verið tilkynnt í fjölmiðlum:

„Ástin og ljósið sem Leslie dreifði mun aldrei hverfa og við bjóðum ykkur að deila minningum um þá ást og hugga hvort annað á þessum erfiða tíma. Næstu daga munum við koma með sýnishorfn af því verkefni sem Leslie var mjög stoltur af og var spenntur að deila með heiminum.“

Blessuð sé minning Leslie Jordan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -