Mánudagur 27. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Lést á meðgöngu eftir baráttu við sjúklega morgunógleði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jessica Cronshaw var gengin 28 vikna meðgöngu þegar hún lést eftir hrottafulla baráttu við ógleði.

Jessica var 26 ára og glímdi við það sem kallað er „hyperemesis gravidarum“ en eða sjúkleg morgunógleði. Um 75% kvenna finna fyrir ógleði á meðgöngu og fylgir hún oft fyrstu mánuðum. Ekki er fyllilega vitað hvað veldur þessu en oftast er ógleðin yfirstaðin á 16 viku. Talið er að um 5% kvenna glími við ógleði alla meðgönguna en aðeins 1% séu greindar með sjúklega morgunógleði. Slík tilfelli geta verið mjög alvarleg og geta valdið þyngdartapi, vökvaskorti, vannæringu og efnaskiptaröskun. Kona er greind með sjúklega ógleði ef uppköstin eru að minnsta kosti þrisvar á dag og er með mikla ógleði þess á milli.

Ýmis bjargráð eru reynd til að draga úr einkennum sjúkdómsins en ef þau bregðast er látið reyna á lyfjameðferð. Í alvarlegustu tilfellunum geta konur þurft að leggjast inn á spítala tímabundið.

Jessica glímdi við mikla ógleði frá því að hún komst að óléttunni. Rannsókn stendur nú yfir á dauða mæðgnanna en talið er að eftirliti með ástandi Jessicu hafi ekki verið gætt nóg og meðferð ekki fullnægjandi. Vinir og vandamenn Jessicu hófu söfnum til styrktar félaginu Pregnancy Sickness Support sem vekur athygli á alvarlegum sjúkdómum og fylgikvillum á meðgöngu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -