Michael Latt (33), stofnandi félagslega réttlætishópsins „Lead With Love“ var skotinn til bana á heimili sínu á mánudaginn síðasta. Michael var búsettur í úthverfi Los Angeles en var það heimilislaus kona sem braust inn á heimili hans um klukkan sex á mánudagskvöldið og skaut hann.
Konan, Jameelah Elena Michl (36), var handtekin á vettvangi og Michael fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum stuttu síðar. Lögregla rannskar nú hvort að árásin hafi verið tilviljunarkennd eða hvort fórnarlambið hafi þekkt Jameelah.
Ótal margir hafa minnst Michael á samfélagsmiðlum og segja hann hafa verið góðan mann með hjartað á réttum stað. „Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, unnusti Michael Latt, varð fórnarlamb hörmulegs ofbeldisverks á mánudagskvöldið,“ stóð í færslu frá fjölskyldu hans sem birtist í vikunni. „Hann helgaði feril sinn því að styðja aðra.“