Hinn breski Daniel Bradbury var aðeins þrítugur þegar hann greindist með Alzheimer sjúkdóminn í september árið 2017. Hann er talinn vera yngsti Bretinn til að greinast með sjúkdóminn. Hann lést aðeins 34 ára.
Daniel er tveggja barna faðir en eftir miklar rannsóknir kom í ljós að hann hafði erft sjúkdóminn frá föður sínum sem lést aðeins 36 ára gamall. Börnin hans eiga það þannig einnig á hættu á að fá Alzheimer ung.
Daniel tók ákvörðun um að gefa úr sér heilann eftir andlát í þágu rannsókna til að leggja sitt að mörkum við að finna lækningu við sjúkdóminum. Eiginkona hans, Jordan, sagði frá andláti mannsins síns en hann lést í október á síðasta ári. Fyrsta einkenni Daniels var mikið þunglyndi sem leiddi til þess að hann missti vinnuna. Eftir að hann greindist sögðu læknar hann ólíklegan til að lifa fram á fimmtugsaldur.