Árásarmaðurinn sem skaut fjóra til bana á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í gærkvöld, keypti riffil nokkrum klukkustundum fyrir árásina. Maðurinn, Michael Louis, hafði hann hringt ítrekað á sjúkrahúsið og kvartað yfir bakverkjum. Nokkrum dögum áður hafði hann gengist undir aðgerð og kenndi hann lækninum um verkina.
Erlendir fréttamiðlar hafa greint frá því að Louis skildi eftir bréf þar sem hann sagðist hafa ætlað að myrða lækninn og þá sem urðu á vegi hans. Skurðlæknirinn, Preston Philips, lést í árásinni ásamt Stephanie Husen, Amanda Glenn og William Love. Þá kemur fram að William Love, sem var 73 ára gamall, hafi verið skotinn við það að halda hurð svo að aðrir kæmust undan. Hann hafi þanng bjargað fólki frá skotmanninum en var hann staddur á spítalanum vegna eiginkonu sinnar.