Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Liðþjálfi trylltist í umferð og beinti byssu að unglingsstúlku: „Viltu fokking deyja?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Liðþjálfi í bandaríska flughernum brjálaðist í umferðinni fyrr í mánuðinum og beindi byssu að unglingsstelpu og öskraði „Viltu fokking deyja?!“.

New York Post segir frá því að fyrsti liðþjálfinn Charles Bass III, fertugur, hafi verið að keyra í Surprise, Arizona þegar hin 19 ára Shi´Ann Bamba keyrði í veg fyrir hann, fimmta desember síðastliðinn. Kemur þetta fram í dómskrá.

Charles Bass III

Bamba hafði skutlað systkini sínu í grunnskóla í bænum, rétt áður en hún lenti í liðþjálfanum.

Eftir að Bamba hafði keyrt í veg fyrir Bass keyrðu þau um tíma hlið við hlið, þar til þau stoppuðu á rauðu ljósi. Þá tók Bamba fram símann og hóf að taka upp hinn reiða bílstjóra.

„Viltu fokking deyja?“ heyrist Bass öskra á meðan hann beinir skammbyssu í átt að unglingnum, eins og sjá má á myndbandi sem birtist fyrir neðan fréttina.

Hinn skelkaði unglingur heldur því fram að Bass, sem hefur verið 21 ár í flughernum, hafi beint byssunni að henni í annað skiptið, rétt áður en hann keyrði í burtu.

- Auglýsing -

Segir Bamba að það hafi tekið hana smátíma að átta sig á því hvað hefði gerst, áður en hún hringdi í móður sína í geðshræringu.

„Ég hringdi í mömmu mína rétt eftir að ég áttaði mig á því að ég hefði getað dáið þarna,“ sagði Bamba við fjölmiðla.

Bamba segist þó ósammála því að hún hefði keyrt í veg fyrir Bass. „Ég skipti ekki um akrein. Ég var ekki einu sinni byrjuð að gera tilraun til þess að skipta um akrein.“

- Auglýsing -

Unglingurinn hringdi í lögregluna í Surprise eftir atvikið og sýndi þeim myndskeiðið.

Faðir Bamba sá bíl Bass síðar þennan dag á sama svæði og þar sem ökuæðið rann á hann og tilkynnti númeraplötuna til lögreglunnar.

„Það er ekkert sem kom út úr mínum munni sem gat leitt til þess að byssu yrði beint að mér, og ég var ein í bílnum,“ sagði stúlkan við fjölmiðla Vestra.

Bass kom sjálfviljugur til lögreglunnar og viðurkendni sinn þátt í atvikinu.

Lögreglan segir að Bass hafi verið settur í gæsluvarðhald 12. desember af teymi sem samanstendur af Verkefnasveit bandarískra hermanna, bandaríska flughernum og lögreglunni í Surprise.

Bass kenndi áfallastreituröskun sem og ofurárverknisvanda sem hann glími við, um atvikið og sagði sá glugga bílstjórans koma niður og hafi ekki vitað hvað hún væri að gera.

Sagðist Bass ekki vita af hverju hann hafi beint byssu sinni að Bamba í seinna skiptið, eftir að hann áttaði sig á að bílstjórinn væri ung kona.

Hann var ákærður fyrir margar ákærur, þar á meðal fyrir alvarlega líkamsárás með banvænu vopni, óreglulega hegðun með vopni og fyrir að skapa hættu, samkvæmt dómsgögnum.

Í Arizona getur einstaklingur sem á yfir höfði sér 3. flokks ákæru fyrir alvarlega líkamsárás með banvænu vopni, átt yfir höfði sér að 8,75 ára fangelsi að meðaltali.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -