Norski læknirinn Dr. Mads Gilbert, segir leyniskyttur ísraelska hersins skjóta starfsfólk sjúkahússins Al-Shifa á Gaza. Skriðdrekar umkringja sjúkrahúsið.
Dr. Mads Gilbert, sem vakti heimsathygli er hann og kollegi hans, Erik Fosse fyrir frásagnir af árásum ísraelska hersins á Gaza í byrjun árs 2009. Þar störfuðu þeir sem læknar á Al-Shifa sjúkrahúsinu. Fréttamönnum var þá meinaður aðgangur að svæðinu en þeir félagar voru duglegir að deila reynslu sinni með umheiminum, samhliða læknastarfinu.
Gilbert hefur verið staddur í Jórdaníu undanfarið og er í sambandi við kollega sína á Gaza. Al Jazeera fréttastöðin segir frá því að ísraelskir skriðdrekar umkringi nú sjúkrahúsið en þeir eru ekki nema 20 metra frá byggingunni. Rafmagnið er farið á Al-Shifa sjúkrahúsinu og er óttast um líf 39 nýbura sem treysta á rafmagn til að lifa.
Dr. Gilbert segir í myndbandi sem hann birti í dag á samskiptamiðlinum X, að samkvæmt hans upplýsingum séu ísraelskar leyniskyttur að skjóta á heilbrigðisstarfsfólk sjúkrahússins sem eru að reyna að halda lífi á slösuðu fólki, nýburunum og sjúklingum. „Ein frétt segir að hjúkrunarfræðingur hafi verið skotinn til bana á sjúkrahúsinu, þar sem konan var að annast nýburana. Læknarnir segja: „Við erum mínútum frá dauða, á meðan heimurinn horfir á“. Við horfum ekki aðgerðarlaus á. Við brýnum raustina og steitum hnefanum og segjum: „Stoppum þessi voðaverk! Stoppum árásir á saklaust heilbrigðisstarfsfólk, sjúklinga og flóttafólk í Shifa. Núna, strax! Þið verðið að bregðast við!“.“
BREAKING –
This message just in from Shifa:Shifa hospital completely besieged.
Surrounded by Israeli attack army.
Snipers are shooting through the windows.
Killing.
We are minutes away from death as the world is watching. pic.twitter.com/EkOTRUUqXn— Dr. Mads Gilbert (@DrMadsGilbert) November 11, 2023