Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Líf 39 nýbura fjarar út á Gaza: „Við erum mínútum frá dauða, á meðan heimurinn horfir á“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norski læknirinn Dr. Mads Gilbert, segir leyniskyttur ísraelska hersins skjóta starfsfólk sjúkahússins Al-Shifa á Gaza. Skriðdrekar umkringja sjúkrahúsið.

Dr. Mads Gilbert, sem vakti heimsathygli er hann og kollegi hans, Erik Fosse fyrir frásagnir af árásum ísraelska hersins á Gaza í byrjun árs 2009. Þar störfuðu þeir sem læknar á Al-Shifa sjúkrahúsinu. Fréttamönnum var þá meinaður aðgangur að svæðinu en þeir félagar voru duglegir að deila reynslu sinni með umheiminum, samhliða læknastarfinu.

Mads Gilbert og Erik Fosse

Gilbert hefur verið staddur í Jórdaníu undanfarið og er í sambandi við kollega sína á Gaza. Al Jazeera fréttastöðin segir frá því að ísraelskir skriðdrekar umkringi nú sjúkrahúsið en þeir eru ekki nema 20 metra frá byggingunni. Rafmagnið er farið á Al-Shifa sjúkrahúsinu og er óttast um líf 39 nýbura sem treysta á rafmagn til að lifa.

Dr. Gilbert segir í myndbandi sem hann birti í dag á samskiptamiðlinum X, að samkvæmt hans upplýsingum séu ísraelskar leyniskyttur að skjóta á heilbrigðisstarfsfólk sjúkrahússins sem eru að reyna að halda lífi á slösuðu fólki, nýburunum og sjúklingum. „Ein frétt segir að hjúkrunarfræðingur hafi verið skotinn til bana á sjúkrahúsinu, þar sem konan var að annast nýburana. Læknarnir segja: „Við erum mínútum frá dauða, á meðan heimurinn horfir á“. Við horfum ekki aðgerðarlaus á. Við brýnum raustina og steitum hnefanum og segjum: „Stoppum þessi voðaverk! Stoppum árásir á saklaust heilbrigðisstarfsfólk, sjúklinga og flóttafólk í Shifa. Núna, strax! Þið verðið að bregðast við!“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -