Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Lík Hindar litlu fundið í bifreið frænda hennar: „Komdu og sæktu mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lík hinnar sex ára gömlu palestínsku stúlku, Hind Rajab, er fundið, auk tveggja sjúkraliða sem reyndu að bjarga henni.

Mannlíf sagði frá því á dögunum að hin sex ára Hind Rajab hefði verið í svartri Kia bifreið frænda hennar og fjölskyldu hans þar sem þau gerðu tilraun til að flýja árásir Ísraelshers á Gaza-borg þann 30. janúar síðastliðinn. Skriðdrekaherdeild gerði stuttu síðar skotárás á bílinn og drap alla fjölskylduna, fyrir utan Hind litlu og 15 ára frænku hennar. Frænkan hringdi í Rauða hálfmanann í Palestínu og bað um hjálp. Stuttu síðar hváðu skothvellir við og öskur frænkunnar hljóðnuðu. Stuttu síðar hrindu hjálparsamtökin í sama símann en þá svaraði Hind litla og grátbað um hjálp. Nokkrum klukkutímum síðar var sjúkrabíll sendur á svæðið en svo rofnaði sambandið, bæði við sjúkraliðana og Hind.

Síðan þá hefur ekkert frést af Hind litlu né sjúkraliðunum Yusuf Zeino og Ahmed al-Maadhoun. Þar til nú.

Lík Hindar fannst í dag, innan í bifreið frænda síns en sjúkraliðarnir tveir fundust einnig látnir í sjúkrabifreiðinni sem er algjörlega í henglum eftir árás Ísraelshers.

Rauði hálfmáninn í Palesetínu birti í dag myndskeið sem sýnir bifreiðarnar tvær, sjúkrabíllinn sprengdur í loft upp og Kia bifreiðin sundurskotin.


„Hind missti líf sitt á hörmulegan hátt, ein, eftir að hafa beðið teymi okkar í marga klukkutíma með skelfingu og örvæntingarfullri röddu: „Komdu og sæktu mig“,“ sagði PRCS. „Hvíldu í friði, Hind, og hetjur mannúðarstarfsins, Yusuf og Ahmed.

- Auglýsing -

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels hefur nú skipað hernum að þróa leið til að rýma Rafah, þar sem 1,3 milljónir Palestínumenn hafa flúið, sem og berjast við Hamas-liða. Sendiherra Sameinuðu þjóðanna í Palestínu hefur spurt hvert óbreyttir borgarar eigi að flýja vegna fyrirhugaðra árása.

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar fyrir framan utanríkisráðuneytið klukkan 14 í dag en þaðan verður gengið fylktu liði niður Laugarveginn og að Austurvelli þar sem fluttar verða ræður og lög sungin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -