Lík hinnar sex ára gömlu palestínsku stúlku, Hind Rajab, er fundið, auk tveggja sjúkraliða sem reyndu að bjarga henni.
Mannlíf sagði frá því á dögunum að hin sex ára Hind Rajab hefði verið í svartri Kia bifreið frænda hennar og fjölskyldu hans þar sem þau gerðu tilraun til að flýja árásir Ísraelshers á Gaza-borg þann 30. janúar síðastliðinn. Skriðdrekaherdeild gerði stuttu síðar skotárás á bílinn og drap alla fjölskylduna, fyrir utan Hind litlu og 15 ára frænku hennar. Frænkan hringdi í Rauða hálfmanann í Palestínu og bað um hjálp. Stuttu síðar hváðu skothvellir við og öskur frænkunnar hljóðnuðu. Stuttu síðar hrindu hjálparsamtökin í sama símann en þá svaraði Hind litla og grátbað um hjálp. Nokkrum klukkutímum síðar var sjúkrabíll sendur á svæðið en svo rofnaði sambandið, bæði við sjúkraliðana og Hind.
Síðan þá hefur ekkert frést af Hind litlu né sjúkraliðunum Yusuf Zeino og Ahmed al-Maadhoun. Þar til nú.
Lík Hindar fannst í dag, innan í bifreið frænda síns en sjúkraliðarnir tveir fundust einnig látnir í sjúkrabifreiðinni sem er algjörlega í henglum eftir árás Ísraelshers.
Rauði hálfmáninn í Palesetínu birti í dag myndskeið sem sýnir bifreiðarnar tvær, sjúkrabíllinn sprengdur í loft upp og Kia bifreiðin sundurskotin.
In this video, horrifying scenes show the deliberate targeting by the Israeli occupation of the PRCS ambulance, resulting in the killing of our colleagues Yusuf Al-Zeino and Ahmed Al-Madhoun, who were just meters away from the child Hind. Hind tragically lost her life alone after… pic.twitter.com/PJiI6vtBei
— PRCS (@PalestineRCS) February 10, 2024
„Hind missti líf sitt á hörmulegan hátt, ein, eftir að hafa beðið teymi okkar í marga klukkutíma með skelfingu og örvæntingarfullri röddu: „Komdu og sæktu mig“,“ sagði PRCS. „Hvíldu í friði, Hind, og hetjur mannúðarstarfsins, Yusuf og Ahmed.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels hefur nú skipað hernum að þróa leið til að rýma Rafah, þar sem 1,3 milljónir Palestínumenn hafa flúið, sem og berjast við Hamas-liða. Sendiherra Sameinuðu þjóðanna í Palestínu hefur spurt hvert óbreyttir borgarar eigi að flýja vegna fyrirhugaðra árása.
Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar fyrir framan utanríkisráðuneytið klukkan 14 í dag en þaðan verður gengið fylktu liði niður Laugarveginn og að Austurvelli þar sem fluttar verða ræður og lög sungin.