Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Lík Julian Sands er fundið: „Hann var besti göngumaður sem ég þekkti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að staðfesta að lík sem fannst í fjalllendi í Kaliforníu, er lík breska leikarans Julian Sands, sem hefur verið saknað frá því hann lagði upp í göngu í janúar.

Göngumenn fundu líkið á laugardaginn að sögn lögreglu en nú hefur sem sagt fengist staðfest að um Julian Sands er að ræða.

Hinn 65 ára Sands er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Óskarsverðlaunamyndinni A Room With a View og sjónvarpsþættina 24 og Smallville. Þá muna eflaust margir eftir honum í kvikmyndunum Boxing Helena, Aracnophobia og The Girl with the Dragon Tattoo, þar sem Sands lék á móti Daniel Craig.

Julian Sands á sínum yngri árum

Leikarinn hvarf þann 13. janúar síðastliðinn þegar slæmt veður skall skyndilega á Baldy Bowl-svæðið í San Gabríel-fjöllum. Leit, bæði á jörðu sem og himni, gekk illa framan af vegna afar slæms veður, auk ísingar og snjóflóðaógnar.

Skrifstofa lögreglustjórans í San Bernardino-sýslu staðfesti að líkið sem fannst er af hinum týnda leikara. „Enn er verið að rannsaka dánarorsök en beðið er eftir niðurstöðum rannsókna. Við viljum þakka öllum sjálfboðaliðunum sem unnu þreytulaust við að finna herra Sands,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar.

Í síðustu viku þakkaði fjölskylda leikarans yfirvöldum í Kaliforniu fyrir tilraun þeirra til að finna hann. „Við erum afar þakklát leitarflokkunum og skipuleggjendum leitarinnar, sem hafa unnið dag og nótt við að leita að Julian. Við munum halda áfram að geyma Julian í hjörtum okkar með björtum minningum um hann sem yndislegs föðurs, eiginmanns, landkönnuðar, náttúru- og listunnanda og sem frumlegs og samvinnuþýðs leikara.“

- Auglýsing -

Í lok janúar sagðist bróðir Julian, Nick Sands, sem býr í Norður Jórvíkurskíri, þar sem hann, Julian og þrír aðrir bræður þeirra ólust upp, vera þá þegar búinn að kveðja.

„Ég er búinn að sætta mig við þá staðreynd að hann sé dáinn og þannig hef ég tekist á við þetta,“ sagði hann.

Sands var áhugasamur göngumaður en helsti göngufélagi hans, Kevin Ryan sagði að fjallganga hefði verið helsta ástríða hans og bætti við: „Hann var besti göngumaður sem ég þekkti“.

- Auglýsing -

Julian Sands lætur eftir sig eiginkonuna Evgenia Citkowitz, rithöfund og þrjú börn.

BBC fjallaði um líkfundinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -